Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2021 | 18:00

WGC: Morikawa sigraði á Workday meistaramótinu

Það var bandaríski kylfingurinn Collin Morikawa, sem sigraði á Workday Championship at the Concession, sem fram fór dagana 25.-28. febrúar 2021 á Concession vellinum í Bradenton, Flórída.

Sigurskor Morikawa var 18 undir pari, 270 högg (70 64 67 69).

Í 2. sæti urðu bandarísku kylfingarnir Brooks Koepka og Billy Horschel og „norski frændi okkar“, Victor Hovland, allir 3 höggum á eftir Morikawa, á samtals 15 undir pari.

Morikawa er fæddur 6. febrúar 1997 og því 24 ára. Þetta er 4. sigur hans á PGA Tour og telur sigurinn jafnframt sem sigur á Evróputúrnum.

Sjá má lokastöðuna á Workday Championship að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: