Mar 7, 2021; Orlando, Florida, USA; Bryson DeChambeau holds the champions trophy after winning the Arnold Palmer Invitational golf tournament at Bay Hill Club & Lodge. Mandatory Credit: Reinhold Matay-USA TODAY Sports
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2021 | 23:59

PGA: DeChambeau sigraði á Arnold Palmer Invitational

Það var bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau, sem sigraði á Arnold Palmer Invitational, en mótið fór fram dagana 4.-7. mars 2021.

Sigurskor DeChambeau var 11 undir pari, 277 högg (67 71 68 71).

DeChambeau er fæddur 16. september 1993 og því 27 ára. Þetta var 10 sigur hans á atvinnumannamóti og sá 8. á PGA Tour.

Í 2. sæti varð gamla brýnið Lee Westwood aðeins 1 höggi á eftir og í því 3. Kanadamaðurinn Corey Conners á samtals 8 undir pari.

Sjá má lokastöðu mótsins með því að SMELLA HÉR: