Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Vikki Laing –———- 14. mars 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Vikki Laing. Hún er fædd 14. mars 1981 og því 40 ára í dag. Vikki er frá Musselburgh í Skotlandi.  Hún átti glæstan áhugamannaferil þar sem hún spilaði m.a. í
Junior Ryder Cup (í liði Evrópu): 1997
European Young Masters (f.h. Skotlands): 1997
Curtis Cup (fulltrúi Bretlands & Írlands): 2002
Vagliano Trophy (fulltrúi Bretlands & Írlands): 2003 (winners).

Henni gekk ekki alveg eins vel sem atvinnumaður en Vikki gerðist atvinnumaður í golfi (2003) eftir útskrift frá University of California Berkley, þar sem hún spilaði í bandaríska háskólagolfinu.  Hún á aðeins einn sigur í beltinu sem atvinnumaður en hann kom á The Gettysburg Championship 2007 á Futures Tour (nú Symetra Tour).  Vikki hefir eins spilað á LET og ALPG, þar sem hún hefir nokkrum sinnum verið meðal efstu í mótum og oft aðeins vantað herslumuninn til sigurs.

AAðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert (Bob) Charles, 14. mars 1936 (85 ára MERKISAFMÆLI); Anna Toher, GM, 14. mars 1960 (61 árs); Helga Vala Helgadóttir, 14. mars 1972 (49 ára); Garðar Snorri Guðmundsson, 14. mars 1980 (41 árs);  Claire Louise Aitken, 14. mars 1986 (35 ára); Charlie Douglass, 14. mars 1989 (32 ára); Vincent Whaley, 14. mars 1995 (26 ára – Spilar á PGA Tour; Bústoð Ehf, 14. mars 1975 (46 ára) …. og …..

Golf 1 óskar öllum kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is