Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2012 | 17:00

Námskeið fyrir kylfinga að hefjast í Power Jóga

Tvö ný námskeið eru að hefjast í Power Jóga hjá Sólrúnu Viðarsdóttur, jógakennara. Fullbókað er í námskeið 1 en enn eru nokkur pláss í námskeiði 2. Um að gera að hafa samband og tryggja sér pláss sem fyrst! Námskeiðin hefjast 31. janúar n.k.

Til þess að sjá allt nánar um jóganámskeiðið hjá Sólrúnu Viðarsdóttur smellið hér: POWERYOGA FYRIR KYLFINGA

Kennt er í  jógstöðinni JafnvægiKirkjulundi 19, Garðabæ, sjá nánari staðsetningu hér.

Skráning í síma 891-6708 eða poweryoga@poweryoga.is

Byggt er á YGF (Yoga For Golfers) kerfinu.

YFG eða jóga fyrir golfara er samsetning jógaæfinga eða æfingakerfi sem Katherin Roberts hefur þróað í samstarfi við atvinnu-kylfinga og aðra sem koma að þjálfun golfara. Það tekur mið að þörfum golfarans m.t.t golfsveiflunnar, álags og annarra þátta sem golfarinn þarf að glíma við á golfvellinum. Ávinningur golfarans við að bæta YFG inn í æfingaprógrammið er að:

• Slá lengri högg

• Bæta sveifluna

• Auka úthaldið

• Bæta einbeitingu á golfvellinum

• Lækka forgjöfina

• Hafa meira sjálfstraust á golfvellinum

• Minnka líkur á meiðslum

• Fjölga ánægðari kylfingum.

Golf er mjög krefjandi íþrótt, bæði líkamlega og andlega og því mjög mikilvægt fyrir alla golfara að hafa æfingar sem auka líkamlegan styrk, sveigjaleika, jafnvægi og einbeitingu inni í þjálfunarprógramminu sínu. Golfsveiflan leggur gríðarlegt álag á bakið. U.þ.b. 53% karla og 45% kvenna sem spila golf glíma við bakverki. Algengustu meiðsli golfarar eru í baki, öxlum og úlnliðum.