Guðrún Brá og Aron Snær sigruðu á B59 Hotel mótinu (2)
B59 Hotel mótið fór fram á Garðavelli á Akranesi dagana 21.-23. maí þar sem að flestir af bestu kylfingum landsins tóku þátt. Þetta er annað árið í röð sem Golfklúbburinn Leynir er framkvæmdaraðili B59 Hotel mótsins sem er hluti af stigamótaröð GSÍ og telur einnig til stiga á heimslista.
B59 Hotel mótið á Akranesi er annað í röðinni á þessu tímabili en ÍSAM mótið fór fram um síðustu helgi hjá GM í Mosfellsbæ.
Frábært skor var hjá efstu kylfingum mótsins í bæði karla og kvennaflokki. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK; sigraði á -10 samtals sem er einstakur árangur í keppni á stigamóti. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sett ný viðmið í kvennaflokki með lokahring upp á 63 högg eða 9 högg undir pari og er það einn besti hringur sem leikinn hefur verið í íslensku keppnisgolfi. Aron Snær Júlíusson, GKG, sigraði í karlaflokki á -7 samtals. Nánar hér fyrir neðan.
Bein útsending var frá mótinu á ÍA TV á laugardag og sunnudag – sjá neðar í þessari frétt.
Frábært skor í kvennaflokki á B59 Hotel mótinu á Akranesi þar sem að Guðrún Brá sigraði
Guðrún Brá Björgvinsdótti, GK, sigraði í kvennaflokki á B59 Hotel mótinu sem fram fór á Garðavelli á Akranesi hjá Golfklúbbnum Leyni. Mótið er hluti af stigamótaröð GSÍ og telur til stiga á heimslista. Guðrún Brá, sem er Íslandsmeistari síðustu þriggja ára, er með keppnisrétt á sterkust atvinnumótaröð kvenna í Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Keiliskonan lék hringina þrjá á -10 höggum undir pari sem er frábær árangur. Aðstæður á Garðavelli voru frábærara alla þrjá keppnisdagana eins og sjá má á skori keppenda. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, var í miklum ham á lokahringinum þar sem hún sett nýtt vallarmet af bláum teigum. Ragnhildur lék á 63 höggum eða 9 höggum undir pari vallar – sem er einstakur árangur í sögu keppnisgolfs á Íslandi. Hún var samtals á -6 og fjórum höggum á eftir Guðrúnu Brá. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, lék vel á mótinu og endaði í þriðja sæti á aðeins höggi yfir pari samtals.
1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 206 högg -10 (70-67-69)
2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 210 -6 (73-74-63)
3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 217 högg +1 (71-73-73)
4. -5. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 226 högg +10 (76-77-73)
4.-5. Berglind Björnsdóttir, GR 226 högg +10 (72-77-77)
Staða, upplýsingar um mótið eru hér:
Aron Snær sigraði í karlaflokki á B59 Hotel mótinu á Akranesi á glæsilegu skori
Aron Snær Júlíusson úr GKG sigraði í karlaflokki á B59 Hotel mótinu á stigamótaröð GSÍ sem lauk í dag á Garðavelli á Akranesi. Golfklúbburinn Leynir var framkvæmdaraðili mótsins en mótið telur á stigamótaröð GSÍ og heimslista. Aron Snær lék frábært golf alla þrjá keppnisdaga og endaði á 7 höggum undir pari vallar á 54 holum. Hann gerði atlögu að vallarmetinu á öðrum keppnisdeginum þegar hann lék á 6 höggum undir pari vallar. Liðsfélagi Arons úr GKG, Ragnar Már Garðarsson, endaði í öðru sæti á -4 samtals. Kristófer Karl Karlsson úr GM varð þriðji á -3 en sex efstu kylfingar mótsins léku allir á samtals undir pari vallar.
1. Aron Snær Júlíusson, GKG 209 högg -7 (72-66-71)
2. Ragnar Már Garðarsson, GKG 212 -4 (71-70-71)
3. Kristófer Karl Karlsson, GM 213 högg -3 (70-72-71)
4.-5 Böðvar Bragi Pálsson, GR 214 högg -2 (74-69-71)
4.-5. Viktor Ingi Einarsson, GR 214 högg -2 (72-70-72)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024