Áskorendamótaröðin: Peter Uihlein keppir á Indlandi
Það getur verið að rjóminn af golfheiminum sé samankominn í Abu Dhabi en Indland er staðurinn… a.m.k. til langs tíma … sem e.t.v. á eftir að hafa mest áhrif á fyrrgreindan heim til langs tíma. Það er á Indlandi, nánar tiltekið á Gujarat Kensville Challenge, á Áskorendamótaröðinni, sem Walker Cup stjarnan og einn fremsti áhugakylfingur heims til skamms tíma, spilar í fyrsta móti sínu sem atvinnumaður.
Honum tókst ekki að tryggja kortið sitt beggja vegna Atlantsála, en hinn 22 ára erfingi Accushnet veldisins, sem m.a. á Titleist og Footjoy vörumerkin ætlar að spila á Áskorendamótaröðinni til þess að safna sér dýrmæta reynslu.
Uihlein sagði m.a. í viðtali við EuropeanTour.com:
„Áskorendamótaröðin er frábær uppeldisstöð þeirra sem ætla sér að spila á Evróputúrnum, þannig að ég hlakka til að spila við strákana þarna. Ég á þátttökurétt á nokkrum mótum á Áskorendamótaröðinni og Evróputúrnum m.a. í Dubai í næstu viku og Qatar vikuna þar á eftir, þannig að þetta er góð upphitun.“
Með Uihlein í holli eru Phillip Archer og indverska golfstjarnan Gaganjeet Bhullar.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024