Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus? (6. grein af 12)
Lægð í golfferlinum (1968–1970)
Eftir að Jack Nicklaus sigraði á Opna bandaríska 1967 vann hann ekki á öðru risamóti þar til að hann vann Opna breska 1970 á Old Course á St. Andrews. Besti árangur hans á peningalistanum á árunum 1968–70 var 2. sætið, lægst var hann í 4. sæti, sem var versti árangur hans frá því hann gerðist atvinnumaður. Hins vegar verður að líta á það að lægsti árangur hans um 4. sæti peningalistans hefði hækkað í 2. sætið ef sigurlaun hans í Opna bresku hefðu verið talin með á peningalista PGA Tour eins og þau gera í dag. Jack Nicklaus varð bæði í 2. sæti á Opna bandaríska (á eftir nýju samkeppninni í Lee Trevino) og á Opna breska árin 1968 (en þar varð Gary Player í 1. sæti). Jack Nicklaus tók ekki þátt í Ryder bikarnum fyrr en árið 1969 þegar hann var 29 ára; reglur þess tíma voru að til þess að öðlast þátttökurétt á Ryder urðu kylfingar að hafa spilað í 5 ár á PGA Tour; en síðan þá hefir verið slakað verulega á reglunum. Í Ryder bikars mótinu 1969 ultu öll úrslit keppninnar á einvíginu milli Jack Nicklaus og Tony Jacklin. Á par-5 17. holunni leiddi Jack með minnsta mun, en Tony setti niður 35 feta arnarpútt og jafnaði. Jack Nicklaus setti niður 5 feta fuglapútt á síðustu holunni eftir að Jacklin hafði náð fugli. Eftir á sagði Ryder Cup fyrirliði Bandaríkjanna: „Þetta er besti golfleikur sem nokkurn tímann hefir sést í Englandi.“
Á þessu tímabili dalaði líkamlegt atgervi Jack Nicklaus því hann fitnaði sem hafði áhrif á leik hans. Hann tók sig á um haustið og missti 10 kíló á 1 mánuði og leikur hans snarbatnaði. Í febrúar 1970 dó pabbi Jack, Charli Nicklaus. Stuttu þar á eftir vann Jack Opna breska 1970, við mjög erfið skilyrði til spils þegar vindurinn náði 56 mílum á klst. Jack Nicklaus sigraði landa sinn Doug Sanders í 18 holu tilfinningaþrungnu umspili. Á 18. holu umspilsins var dræv Jack 380 yarda (348 metra) á par-4 flötina með 3-tré og neyddist hann til að vippa tilbaka að holunni. Arnarvippið hans lenti u.þ.b. 8 fetum frá holunni. Jack henti pútter sínum upp í loftið eftir að sökkva sigurpúttinu, þar sem hann var himinnlifandi að hafa sigrað Opna breska í vöggu golfsins, St. Andrews. Hann lýsir þessu tímabili í lífi sínu svona: „Ég spilaði gott golf, en það skipti engu á hvorn veginn. Svo þegar pabbi dó gerði ég mér grein fyrir að hann hafði lifað lífi sínu gegnum golfleik minn. Ég hafði í raun líklega ekki gefið það besta af mér. Þannig að ég fór að vinna aftur. Þannig að árið 1970 var tilfinningaþrungið fyrir mig frá þessu sjónarhorni… þetta var mikil hvatning. Smellið hér til að sjá: TEIGHÖGG JACK NICKLAUS AF 16. TEIG Á OPNA BRESKA 1970Jack vann líka Lee Trevino í Piccadilly World Match Play Championship árið 1970, 2 & 1 win í úrslitum. Allt í allt þetta ár keppti Jack í 23 mótum, sigraði í 4, var meðal efstu 5, 10 sinnum og meðal topp-10, 14 sinnum. In all for the year, Nicklaus competed in 23 official worldwide events, won four, placed in the top five 10 times, and the top 10 in 14. Jafnvel þótt frammistaða Jack Nicklaus hefði dalað eitthvað á þessu tímabili þá var hann enn nr. 1 á heimslistanum sem þá hét McCormack World Golf Rankings, 10 ár í röð allt frá 1968. Heimslistinn sem McCormack umboðsmaður Jack og golfgoðsagnanna 3 átti frumkvæði að var fyrsta tilraun til þess að halda utan um úrslit allra móta á heimsvísu. Heimslistinn eins og við þekkjum hann í dag hóf göngu sína 1986.
Endurkoman
Með tveggja högga sigri á Billy Casper, í febrúar 1971 á PGA Championship, varð Jack Nicklaus fyrsti kylfingurinn til þess að sigrað öll risamótin 4 tvisvar. Í þessu risamóti var Jack eini kylfingurinn sem „breakaði“ 70 í röð á fyrstu tveimur hringjunum í mjög hvössu veðri og lauk leik samtals -7 undir pari á samtals 281 höggi. Jack Nicklaus var tvisvar í 2. sæti og í 5. sæti á þeim risamótum sem eftir voru af 1971. Hann varð að vísu T-2 á Masters ásamt Johnny Miller og hafði mikil áhrif á hinn unga Nick Faldo(sem horfði á mótið heima á Englandi) en það að sjá spil Jacks í mótinu varð til þess að Nick fór að taka golfið alvarlega. Í lok ársins hafði Jack unnið á 4 öðrum PGA mótum þ.á.m. Tournament of Champions með 8 höggum og National Team Championship, ásamt Arnold Palmer, en þeir áttu saman 6 högg á þá sem næstir komu. Með $244,490 í verðlaunafé hjá PGA Tour þá setti Jack enn eitt metið, fyrir mesta verðlaunaféð á stöku keppnistímabili. Jack vann líka í 3. sinn í röð í einstaklingskeppni á heimsbikarnum (ens.: World Cup) árið 1971 og var það einkum að þakka lágu skori á 3. hring upp á 63 högg. Hann vann líka liðakeppnina með félaga sínum Lee Trevinu, með 12 högga mun á næstu keppnedur. Árið 1971 vann Jack líka Australian Dunlop International með nýju vallarmeti upp á 62 högg á 2. hring mótsins (sem er lægsta skor hans í mótum; eitt af 3 metum hans) Jack Nicklaus spilaði í 23 mótum árið 1971, sigraði í 8, varð 17 sinnum meðal 5 efstu og 20 sinnum meðal topp-10 og var með 5–1–0 (5 sigra – 1 jafntefli – ekkert tap) árangur í Ryder Cup það ár.
Jack Nicklaus vann tvö fyrstu risamót árisns 1972 með 3 högg á næsta keppanda. Hann vann á Masters og á Opna bandaríska og var talað um að hann næði Grand Slam allt á sama árinu. Nicklaus hóf leik á -4 undir pari, 68 höggum og leit aldrei yfir öxl. Hann var eini kylfingurinn sem var undir pari þá viku, en slæmt veður setti strik í reikninginn hjá honum og hinum. Á Opna bandaríska 1972 á Pebble Beach vann hann aftur í erfiðum veðurskilyrðum. Jack sló með 1-járni á 218 yarda (199 metra) par-3, 17. holuna á lokahringnum í stífa hafgoluna og hitti flaggið og lenti nokkrum sentimetrum frá bollanum.
Sigurinn á Opna bandaríska 1972 var 13. risamótstitill Jack Nicklaus og við þann sigur jafnaði hann risamótamet Bobby Jones (jafnvel þótt önnur mót hafi verið talin til risamóta í tíð Jones. Sigurinn var líka 11. risamótasigur Jack, sem atvinnumaður, en þar með jafnaði hann við Walter Hagen og varð fyrsti kylfingurinn sem sigraði U.S. Amateur ogOpna bandarísku risamótin á sama golfvelli. Hann var allt í allt 7 mót á árinu (1972) og varð í 2. sæti á 3 öðrum PGA mótum það ár. Nicklaus tókst hins vegar ekki að vinna Grand Slam á árinu þar sem Lee Trevino sigraði á Opna breska (Jack varð í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir) og Gary Player sigraði á PGA Championship. Jack Nicklaus lauk þessu frábæra ári sínu með 2. af 3 sigrum á Walt Disney World Golf Classic í röð, með heildarskori upp á -21 undir pari, samtals 267 högg og átti 9 högg á næsta kylfing.
Jack Nicklaus lauk árinu 1972 með því að hafa keppt í 20 mótum um allan heim, en þar af vann hann 7, varð í 2. sæti í 4 og varð 15 sinnum meðal topp-10.
Jack Nicklaus sló met Bobby Jones með sigri á PGA Championship í ágúst 1973 en þar átti hann 4 högg á Bruce Crampton og vann þar með 12. risamót sitt sem atvinnumaður (og sló met Hagen um 11 risamót) og 14 allt í allt ef miðað er við gamla fyrirkomulagið sem var viðhaft á dögum Bobby Jones. Árið 1973 vann hann önnur 6 mót. Þegar hann vann árið 1973 á Ohio King’s Island Open, varð hann fyrsti kylfingur á PGA Tour til þess að sigra á PGA Tour mót á velli sem hann hafði hannað sjálfur. Þetta ár (1973) var Jack í þriðja sinn valinn leikmaður ársins á PGA og 2. árið í röð.
Jack varð sá fyrsti til þess að hljóta meir en $300,000.00 í verðlaunafé á einu og sama keppnistímabilinu þ.e. árið 1972 hlaut hann $320,542 og náði því aftur 1973 þegar hann hlaut $308,362 í verðlaunafé. Fyrra met í verðlaunafé var $106,137 meira en sá sem varð í 2. sæti Lee Trevino. Með verðlaunafé sínu árið 1973 fór Jack Nicklaus yfir $2 milljón dollara markið í heildarverðlaunafé á PGA Tour og varð hann sá fyrsti til þess að ná því marki.
Jack var í liði með Johnny Miller þegar þeir tveir unnu enn einn titilinn í heimsbikarnum 1973, sem þá fór fram á Spáni. Á þessu ári (1973) keppti Jack Nicklaus í 20 opinberum alþjóðleum mótum og vann 7, varð 14 sinnum meðal efstu 5 og 17 sinnum meðal topp-10 og var með 4–1–1 árangur í Ryder Cup það ár.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024