Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2021 | 20:00

Íslandsmót gk 2021: GR Íslandsmeistari í 1. deild kvenna

Íslandsmót golfklúbba 2021 í 1. deild kvenna fór fram 22.-24. júlí sl.

Leikið var til úrslita á Korpúlfsstaðavelli, en leikir um 5.-8. sæti fóru fram á Hlíðavelli hjá GM.

GR sigraði GM 3 1/2 & 1 1/2. Í leiknum um þriðja sætið hafði GA betur gegn GKG 3&2.

Þetta er í 22. skipti sem kvennasveit GR fagnar Íslandsmeistaratitlinum.

Íslandsmeistarasveit GR á Íslandsmóti golfklúbba 2021 var svo skipuð:

Berglind Björnsdóttir
Eva Karen Björnsdóttir
Auður Sigmundsdóttir
Nína Margrét Valtýsdóttir
Ásdís Valtýsdóttir
Bjarney Ósk Harðardóttir
Árný Eik Dagsdóttir
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir

Liðsstjóri – Berglind Björnsdóttir
Aðstoðarliðsstjóri – David Barnwell
Ráðgjafi – Þórður Rafn Gissurarson

Golfklúbbur Vestmannaeyja (GV) var á betra skori en Oddurinn, þannig að GO fellur í 2. deild.

Úrslit í 1. deild kvenna urðu sem hér segir:

1. Golfklúbbur Reykjavíkur, GR
2. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM
3. Golfklúbbur Akureyrar, GA
4. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar; GKG
5. Golfklúbburinn Keilir, GK
6. Golfklúbbur Skagfafjarðar, GSS
7. Golfklúbbur Vestmannaeyja, GV
8. Golfklúbburinn Oddur, GO
*GO fellur í 2. deild.