Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2021 | 07:00

GÖ: Brynjar fékk örn en ekki Benz!

Brynjar Stefánsson fékk örn á 8. braut Öndverðarnesvallar þann 31. júlí sl.

Brynjar Stefánsson fékk örn á 8. braut Öndverðarnesvallar, 31. júlí sl.

Örninn kom á par-5 8. braut Öndverðarnesvallar, sem er 475 metrar af gulum teigum og metin erfiðasta braut vallarins.

Brynjar var þátttakandi í Stóra GÖ mótinu og það hefði verið betra að fá örninn (ás) á 18. braut, því þar var Benz í verðlaun.

Enginn fékk Benzinn á 18., en Brynjar þó örn á 8.!!!

Golf 1 óskar Brynjari innilega til hamingju með örninn!

______________________________________________________

Úrslit úr Stóra GÖ voru annars þessi:

1.sæti: Sólveig Hauksdóttir og Alfreð Frosti Hjaltalín 51p.
2.sæti Gunnar Hjaltalín og Davíð Hjaltalín 49p.
3.sæti Ingi Gunnar Þórðarson og Sigurður Lárusson 49p.
4.sæti Ólafur Gísli og Jórunn Hafsteinsdóttir 49p.
5.sæti Páll Þ. Pálsson og Anna Snæbjört Agnarsdóttir 47p.

Nándarverðlaun:
2.braut Guðmundur Arason 67 cm
2.braut Katrín Hermannsdóttir 91 cm.
5.braut Haukur Guðjónsson 1.03 m.
5.braut Kristín Guðmundsdóttir 6.85
13.br. Sólveig Hauksdóttir 79 cm.
13.br. Haukur Guðjónsson 2.42m.
15.br. Jórunn Hafsteinsd. 1.93m.
15.br. Jón Bergsveinsson 1.93m.
18.br. Sjöfn Sig. 1.34m.
18.br. Guðjón Geir 1.41m.