Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2021 | 13:00

Styrktarmót Hlyns Þórs Haraldssonar

Styrktarmót til stuðnings Hlyns Þórs Haraldssonar, golfkennara, sem starfað hefir hjá GKG, GO og erlendis fer fram 21. ágúst n.k.

Hlynur er á þessum erfiðu Covid tímum að kljást við krabbamein.

Markmið mótsins er að safna fé til stuðnings Hlyns og fjölskyldu hans.

Opið er fyrir skráningu 14.-20. ágúst og má skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR: 

Keppnisfyrirkomulag er eftirfarandi: 

Mótið er punktamót og er hámarksforgjöf 36 hjá körlum og 36 hjá konum. Keppt er í karla- og kvennaflokki. Einnig verða verðlaun veitt fyrir 3 bestu skorin án forgjafar í bæði karla og kvennaflokki. Glæsileg verðlaun eru í öllum flokkum en einnig eru nándarverðlaun á öllum par 3 holum sem og lengsta teig högg EKKI á braut á 12 holu.
Verðlaun eru glæsileg en þetta verður án efa eitt af glæsilegustu mótum sumarsins.

Viljum við þakka öllum þeim sem vildu leggja málstaðinum lið með því að gefa verðlaun í mótið.

Einnig verður hægt að kaupa högg á hringnum til skemmtunar og þæginda.

Lágmarks mótsgjald er 6.000 kr. og renna mótsgjöld óskipt til Hlyns og fjölskyldu hans.

Þeir sem vilja styrkja fjölskylduna án þess að taka þátt í mótinu geta gert það með því að leggja inn á þennan reikning:
​Rkn: 0370-22-037502 Kt: 310885-8199