Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2021 | 01:00

Evróputúrinn: Höjgaard efstur á Cazoo Classic fyrir lokahringinn

Það er Daninn Rasmus Höjgaard, sem leiðir fyrir lokahring Cazoo Classic, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Mótið fer fram í London GC, Ash, Kent, í Englandi dagana 12.-15. ágúst 2021.

Höjgaard hefir spilað á samtals 14 undir pari, 202 höggum (71 69 62).

Öðru sætinu deila 2 kylfingar, sem eru 3 höggum báðir á eftir Höjgaard, þeir Jordan Smith frá Englandi og Calum Hill frá Skotlandi.

Sjá má stöðuna eftir 3. dag á Cazoo Classic með því að SMELLA HÉR: