Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2021 | 17:00

Íslandsmót golfklúbba 2021: GL Íslandsmeistari í 2. deild kvenna 50+

„Íslandsmót golfklúbba 2. deild kvenna +50 ára flokki fór fram á Kirkjubólsvelli hjá hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 19.-21. ágúst.

Alls tóku 8 klúbbar þátt og þar sem að keppt var um Íslandsmeistaratitilinn í 2. deild 2021 í +50 ára.

Leikið var í tveimur riðlum og komust tvö efstu liðin í undanúrslit.

Efsta liðið úr A-riðli lék gegn liði nr. 2 úr B-riðli.

Efsta liðið úr B-riðli lék gegn liði nr. 2 úr A-riðli. Liðin sem enduðu í sætum 3-4 í A og B riðli léku um sæti 5-8.

Golfklúbburinn Leynir frá Akranesi og Golfklúbbur Suðurnesja léku til úrslita um sigurinn í 2. deild kvenna. Þar hafði Leynir betur 2-1 og leikur Leynir í efstu deild að ári. Golfklúbbur Kiðjabergs endaði í þriðja sæti.“

Íslandsmeistarasveit kvenna 50+ í GL var skipuð eftirfarandi kylfingum: Helga Rún Guðmundsdóttir;  Ruth Einarsdóttir; María Björg Sveinsdóttir; Sigríður Ellen Blumenstein;  Ellen Ólafsdóttir  og Elísabet Valdimarsdóttir.

Þær spila í 1. deild að ári – Golf 1 óskar þeim innilega til hamingju!!!

Sjá má nánar um úrslit einstakra leikja með því að SMELLA HÉR: 

Texti (innan gæsalappa) og mynd í aðalmyndaglugga: GSÍ