Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2021 | 18:00

Íslandsmót golfklúbba 2021: GK Íslandsmeistari karla +50 ára í 1. deild

Íslandsmót golfklúbba 1. deild karla +50 ára flokki fór fram á Hamarsvelli hjá Golfklúbbi Borgarness dagana 19.-21. ágúst.

Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbbur Reykjavíkur léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Þar hafði GK betur 3-2. Golfklúbbur Öndverðarness endaði í þriðja sæti eftir 3-2 sigur gegn Golfklúbbi Suðurnesja.

Golfklúbburinn Oddur féll í 2. deild.

Alls tóku 8 klúbbar þátt og þar sem að keppt var um Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild 2021 í +50 ára.

Íslandsmeistarasveit GK karla 50+ var svo skipuð: Björgvin Sigurbergsson, Ásgeir Guðbjartsson, Hörður Hinrik Arnarson, Björn Knútsson, Hálfdán Þórðarson, Gunnar Þór Halldórsson, Magnús Pálsson og Jón Erling Ragnarsson. Liðsstjóri: Hörður Hinrik Arnarson.

Sjá má úrslit í einstökum viðureignum með því að SMELLA HÉR: