Sweden’s Anna Nordqvist poses with the trophy after her victory in the Women’s British Open, after a final round 69 at Carnoustie, Scotland on August 22, 2021. – Sweden’s Anna Nordqvist won her third major title with a final round 69 to finish on 12-under par at the Women’s British Open at Carnoustie on Sunday. (Photo by ANDY BUCHANAN / AFP) (Photo by ANDY BUCHANAN/AFP via Getty Images) ORG XMIT: 0 ORIG FILE ID: AFP_9LH6WN.jpg
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2021 | 06:30

Hver er kylfingurinn: Anna Nordqvist? (2/2)

Hér verður fram haldið frásögn af glæsiferli hinnar sænsku Önnu Nordqvist í kvennagolfinu, en hún vann 3. risatitil sinn á AIG Women´s Open risamótinu nú um helgina á Carnoustie í Skotlandi.

Anna Nordqvist sýndi stáltaugar á AiG Women´s Open

Við vorum komin þar sem Anna var búin að sigra 2. mót sitt á LPGA árið 2009 þ.e. LPGA Tour Championship.

Alls hefir Anna Nordqvist sigrað 9 sinnum á LPGA og í 4 mótum á LET.

Árið 2010 sigraði Anna í The Mojo 6, sem er óopinbert LPGA mót. Sama ár vann hún líka European Ladies Golf Cup (með Sophie Gustafson) á LET.

Árið á eftir, 2011, vann Nordqvist Communitat Valenciana European Ladies Golf Cup (líka með Sophie Gustafson).

Á Solheim Cup 2013 (en alls hefir Nordqvist spilað í 6 Solheim Cup mótum fyrir lið Evrópu) sigraði Nordqvist í tvímenningi (ens.: foursome) ásamt Caroline Hedwall með holu í höggi á 17. og unnu þær viðureign sína við þær Morgan Pressel og Jessicu Corda 2&1. Þetta var fyrsti ásinn í sögu Solheim Cup keppninnar.

Á árinu 2014 sigraði Nordqvist tvívegis á LPGA: fyrri. sigurinn kom 23 .febrúar það ár á LPGA Thailand og mánuði síðar, 30. mars, sigrðai hún á KIA Classic.

Shorprite Classic mótið virðist falla Nordqvist vel í geð því hún sigraði á því 2 ár í röð þ.e. 2015 og 2016.

Árið 2016 tapaði Nordqvist fyrir Brittany Lang í umspili á US Women´s Open, vegna reglubrots, en hún var talin hafa snert sand í bönker. Þetta reglubrot átti sér stað á 2. holu í 3 holu umspili, en kylfingunum var ekkert sagt frá vítinu sem Anna fékk fyrr en þeir voru hálfnaðir með 3. holu umspilsins. Þetta var sárt tap því sigur á US Women´s Open risamótinu er annað af 2 sem Önnu vantar í Grand Slam þ.e. að hafa sigrað í öllum 5 risamótum kvennagolfsins – hitt risamótið sem hana vantar sigur í er ANA Inspiration (en besti árangur hennar þar er T-4 árið 2015).

Anna Nordqvist eftir sigur á Bank of Hope Founders Cup í mars 2017

Hafi árið 2014 verið Önnu Nordqvist gott í golfinu þá toppaði hún sjálfa sig árið 2017. Hún byrjaði það ár á því í mars að sigra Bank of Hope Fournder Cup á LPGA.
Í september 2017 vann Anna síðan 2. risamót sitt þ.e. Evían Championship í Frakklandi, eftir að hafa haft betur í umspili gegn Brittany Altomare í ömurlegu veðri. Það ár var hún valin kylfingur ársins í Svíþjóð (en þann titil hlaut hún einnig eftir sigur í 1. risamóti sínu 2009).

Í 4 ár var Anna Nordqvist sigurlaus á stóru mótaröðunum en það breyttist nú um helgina með sigri hennar í 3. risamóti sínu AIG Women´s Open. Nefna mætti að fyrir risamótið var hún búin að vinna sér inn $283,715 í 14 mótum sem hún tók þátt í á árinu; en eftir sigurtékkann á Women´s Open upp á $870,000 er hún komin í 6. sæti peningalista LPGA, með tekjur upp á $1,153,715.

Anna Nordqvist býr í dag í Scottsdale Arizona, eftir að hafa flutt sig frá Flórída, þar sem hún bjó framan af ferils síns eða allt frá því hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2008.

Anna og eiginmaður hennar verðandi; Kevin McAlpine frá Skotlandi

Anna ætlaði að giftast Skotanum Kevin McAlpine 11. júlí 2020 en þau frestuðu brúðkaupinu vegna Covid-19, en líta samt á þann dag sem brúðkaupsdag sinn. Þau hafa verið trúlofuð frá 13. desember 2018 og saman næstum í áratug þar á undan. Enn sem komið er eiga þau engin börn. Þess mætti geta að eiginmaður Önnu var á 18. í Carnoustie til að fagna með Önnu. Hann hefir m.a. starfað sem kylfusveinn fyrir Lexi Thompson og á eflaust sinn þátt í að Anna sigrar í heimalandi hans, Skotlandi.

Þess mætti geta að Anna er fremur hávaxin af kvennmanni að vera eða 1,83 m á hæð.

Foreldrar Önnu eru Urban og María Nordqvist og hún á 2 bræður, Mikael og Mattias.

Nettóeignir Önnu Nordqvist eru metnar á $6 milljónir.