Helgi Runólfs á besta skori í Siglfirðingamótinu 2021
Siglfirðingamótið 2021 fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi, sl. sunnudag 22. ágúst 2021.
Þátttakendur voru 68 og var keppt bæði í karla- (43) og kvennaflokki (25).
Ágætis veður var, hann hékk þurr, en það var sólarlaust.
Mótið var hið glæsilegasta í alla staði – bæði teiggjafir og verðlaun, enda margir sterkir bakhjarlar að baki Siglfirðingamótinu m.a.: Arion banki; Sigló Hótel; Icelandair; Krónan; CitoCare snyrtivörur;Siglufjarðarapótek,Iðnver, GKG, Golfklúbburinn Oddur, Aðalbakaríið, Fiskbúð Fjallabyggðar, Vörður, Torgið, KLM verðlaunagripir, Veitingastaðurinn Siglunes, Nói-Síríus og Segull 67 svo einhverjir séu nefndir.
Sigurvegarar mótsins voru eftirfarandi í punktakeppnishluta mótsins:
Karlaflokkur:
1 Elvar Ingi Möller GO 41 punktur
2 Helgi Runólfsson GVS 37 punktar
T-3 Þorsteinn Jóhannsson GS 35 punktar
T-3 Valdimar Lárus Júlíusson GO 35 punktar
Kvennaflokkur:
1 Bára Ægisdóttir GR 36 punktar
2 Jóhanna María Björnsdóttir KGB 36 punktar
3 Freyja Sveinsdóttir GHR 36 punktar
Sigurvegari í höggleik var Helgi Runólfsson, klúbbmeistari GVS 2021 á 69 glæsihöggum!
Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR:
Búið er að ákveða að næsta Siglfingamót að ári fari fram á sama stað þ.e. Hamarsvelli í Borgarnesi, þann 21. ágúst 2022, þannig að Siglfirðingar eða þeir sem eru af sigfirsku bergi brotnu, sem ætla að taka þátt í mótinu ættu að taka daginn frá!
Í aðalmyndaglugga: Frá Siglufirði.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024