Golfútbúnaður: Nýr draugur í TaylorMade draugafjölskyldunni
Draugafjölskyldu TaylorMade púttera er að bætast nýr fjölskyldumeðlimur, Manta draugurinn, sem fer á markað í mars. Í millitíðinni má sjá marga af fremstu kylfingum heims nota hann á helstu mótaröðum heims.
Manta draugapútterinn er það nýjasta sem kynnt verður á PGA Merchandise show, sem byrjar í þessari viku.
TaylorMade hefir látið hafa eftirfarandi eftir sér: „Ný hönnun á Manta draugnum er mjög hrein og klassísk og hefir sannað sig á túrnum og saman með framúrstefnulegri og nútíma tækni, sem oft skilar sér í skrýtnum púttershöfuðum þá er hér öllu blandað saman í heildstæðan pútter.”
Þar að auki: „Tveir 50 gramma þyngingaraukar og 1/3 breytilegar þyngdir í miðju að aftan á sólanum sjá fyrir háu MOI og stöðugleika.“
Þegar hlýtt er á þessar lýsingar þá hljómar það eins og Manta draugapútterinn sé hannaður fyrir kylfinga, sem leita eftir sömu eiginleikum árangurs og í köngulóar draugapútternum,, bara með hefðbundnara útliti.
Á Manta eru líka tvær nýjar viðmiðunarlínur sem vantar á köngulóar drauginn sem hjálpa til við að taka mið.
Í pútternum er líka TaylorMade’s Pure Roll insert, sem er æltað að stuðla að mjúku, nákvæmu rúlli.
TaylorMade drauga Mantan verður til sölu í Bandaríkjunum á $179 (eða á $199 fyrir magapútterútgáfuna). Pútterinn verður kominn í golfbúðir í Bandaríkjunum 23. mars n.k.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024