Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2021 | 18:00

Curtis Cup 2021: Bandaríkin 12,5 – 7,5 Breta&Íra – Bandríkin sigruðu í 29. skipti!!!

Spilað var um Curtis Cup 26. – 28. ágúst 2021 sl.  í Conwy golfklúbbnum nálægt Conwy, Wales.

Upphaflega var áætlað að keppnin milli liðs Bandaríkjanna og liðs Breta&Íra færi fram  12.-14. júní 2020 en var frestað til 2021 vegna COVID-19 faraldrinum.

Lið Breta&Íra höfðu betur á fyrsta degi og leiddu með 4,5 stigum í 1,5 stig, sbr. grein Golf 1  – sjá með því að SMELLA HÉR:

Bandaríska liðið jafnaði leikinn m undir lok seinni dags. Þriðjudagurinn í einliðaleik var upphaflega mjög jafn, snerist með   bandaríska liðinu og tryggði það sér 6,5 stig af þeim 8 sem í boði voru.

Bandaríska liðið hélt Curtis bikarnum með 12,5 vinningum gegn 7,5 vinningi GB&I liðsins.

Þetta var fyrsti sigur Bandaríkjanna á útivelli í keppninni síðan 2008.