Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2021 | 21:00

Solheim Cup 2021: Staðan eftir 1. dag

Í dag á fyrsta keppnisdegi Solheim Cup var keppt í fjórmenningi fyrir hádegi og fjórbolta eftir hádegi.

Í sem stystu máli fór lið Bandaríkjanna slælega af stað hreppti aðeins 1/2 vinning fyrir hádegi á móti 3 1/2 vinningi liðs Evrópu.

Aðeins Ally Ewing og Meghan Kang tókst að halda jöfnu gegn þeim Georgiu Hall og Celine Boutier í liði Evrópu.

Í sigurliðum Evrópu voru: Anna Nordqvist og Mathilda Carstren sem unnu Danielle Kang og A. Ernst 1 up; Mel Reid og Leona Maguire sem unnu systurnar Nelly og Jessicu Corda 1 up og Charlie Hull og Emily Pedersen sem unnu Lexi Thompson og Brittany Altomare 1 up

Eftir hádegi í fjórboltanum var jafnara með liðunum, bæði lið fengu 2 vinninga.

Nelly Korda og Ally Ewing unnu þær Nönnu Koertz Madsen og Madelene Sägström 1 up

Jennifer Kupcho og Lizette Salas unnu Carlotu Ciganda og Sophiu Popov 1 up

Sigur Anna Nordqvist og Mathilda Carstren var stór gegn þeim Lexi Thompson og Marisu Harigae 4&3.

Georgia Hall og Leona Maguire færðu síðan liði Evrópu hinn fjórboltasigurinn gegn þeim Brittany Altomare og Yelimi Noh 1 up

Eins og sést vinnast flestir leikirnir með minnsta mun og því mjög jafnt með liðunum og spennan áþreifanleg.

Yfirleitt þarf Evrópa að standa sig vel fyrstu tvo dagana því þær bandarísku eru gríðarlega sterkar í tvímenningi, sem leikinn verður mánudaginn 6. september. Þar ræðst hvor álfan fer með sigur af hólmi.

Staðan eftir 1. dag – 4. september – er Evrópa 5 1/2  – Bandaríkin  2 1/2; Evrópa með 3 vinninga forskot, sem er sæmilegt.

Sjá má leikina á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Mathilda Carstren frá Finnlandi og Anna Nordqvist frá Svíþjóð unnu báða leiki sína í fjórmenningi fyrir hádegi og í fjórboltanum eftir hádegi og færðu liði Evrópu dýrmæta vinninga.  Sterk tvennd!!!