Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2021 | 09:15

Hlynur Þór Haraldsson látinn

Hlynur Þór Haraldsson, PGA golfkennari, lést á heimili sínu í Hafnarfirði 2. september 2021.

Hann fæddist í Colombo, Srí Lanka, 31. ágúst 1985 og var því aðeins 36 ára þegar hann lést.

Hlynur Þór byrjaði ungur í golfi og æfði hjá GKG og þótti með högglengri kylfingum landsins.

Hann gerði golfkennsluna að ævistarfi og útskrifaðist sem PGA kennari frá norska golfkennaraskólanum.

Í Noregi starfaði hann m.a. sem yfirþjálfari hjá Stickstad golfklúbbnum í Noregi.

Árið 2010 starfaði Hlynur Þór í þjálfarateymi GKG. Hann kenndi líka í GO og víðsvegar um landið m.a. hjá GSS, sumarið 2014, þaðan sem margir eiga góðar minningar um Hlyn.

Hlynur Þór Haraldsson, sá hærri á myndinni, starfaði sem golfkennari á Hlíðarendavelli sumarið 2014. Hér er hann boðinn velkominn af fyrrverandi formanni GSS. Pétri Friðjónssyni. Mynd: GSS.

Styrktarmót fór fram 21. ágúst til styrktar fjölskyldu Hlyns Þór bæði hjá GKG og GSS. Þeim sem vilja styrkja fjölskyldu Hlyns Þór er bent á söfnunarreikning fjölskyldunnar sem er: 0370-22-037502 Kt: 310885-8199.

Útför Hlyns Þórs fór fram í Hafnarfjarðarkirkju í gær, 10. september 2021, kl. 15:00.

Golf 1 vottar eiginkonu Hlyns Þórs, sonum, fjölskyldu hans, vinum og vandamönnum innilega samúð.

Minningin um góðan dreng lifir!

Í aðalmyndaglugga: Hlynur Þór Hafþórsson. Mynd: GSÍ