Hlynur Þór Haraldsson látinn
Hlynur Þór Haraldsson, PGA golfkennari, lést á heimili sínu í Hafnarfirði 2. september 2021.
Hann fæddist í Colombo, Srí Lanka, 31. ágúst 1985 og var því aðeins 36 ára þegar hann lést.
Hlynur Þór byrjaði ungur í golfi og æfði hjá GKG og þótti með högglengri kylfingum landsins.
Hann gerði golfkennsluna að ævistarfi og útskrifaðist sem PGA kennari frá norska golfkennaraskólanum.
Í Noregi starfaði hann m.a. sem yfirþjálfari hjá Stickstad golfklúbbnum í Noregi.
Árið 2010 starfaði Hlynur Þór í þjálfarateymi GKG. Hann kenndi líka í GO og víðsvegar um landið m.a. hjá GSS, sumarið 2014, þaðan sem margir eiga góðar minningar um Hlyn.
Styrktarmót fór fram 21. ágúst til styrktar fjölskyldu Hlyns Þór bæði hjá GKG og GSS. Þeim sem vilja styrkja fjölskyldu Hlyns Þór er bent á söfnunarreikning fjölskyldunnar sem er: 0370-22-037502 Kt: 310885-8199.
Útför Hlyns Þórs fór fram í Hafnarfjarðarkirkju í gær, 10. september 2021, kl. 15:00.
Golf 1 vottar eiginkonu Hlyns Þórs, sonum, fjölskyldu hans, vinum og vandamönnum innilega samúð.
Minningin um góðan dreng lifir!
Í aðalmyndaglugga: Hlynur Þór Hafþórsson. Mynd: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024