Afmæliskylfingur dagsins: Lorena Ochoa – 15. nóvember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Lorena Ochoa. Ochoa er fædd 15. nóvember 1981 og á því 40 ára stórafmæli í dag.
Lorena Ochoa var aðeins 29 ára 2010 og hafði verið nr. 1 í kvennagolfinu frá árinu 2007, þegar hún tilkynnti að hún hyggðist draga sig í hlé eftir 27 sigra á LPGA, þar af 2 risamótstitla. Hún giftist Andres Conesa, fyrir 2 árum og í apríl fyrir 10 árum tilkynntu þau að Lorena væri ófrísk. Conesa er forstjóri mexíkanska flugfélagsins Aeromexico.
Lorena Ochoa bætti síðan við enn einum verðlaunum við safnið sitt heima 8. desember 2011 og þessi dýrmætari en öll hin til saman – þegar hún fæddi frumburðinn, strák sem hlaut nafnið Pedro.
„Við erum ánægð að geta tilkynnt að sonur okkar Pedro fæddist í dag (þ.e. 8. desember 2011) kl. 8:58 og okkur líðum báðum vel. Pedro er 2,8 kg og 48 cm langur, þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn,“ skrifaði Lorena á Twitter á sínum tíma.
Lorena er gestgjafi Lorena Ochoa Invitational í heimabæ sínum Guadalajara í Mexíkó, en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Edward Loar, 15. nóvember 1977 (44 ára); Ottó Sigurðsson, 15. nóvember 1979 (42 árs); Lorena Ochoa 15. nóvember 1981 (40 ára STÓRAFMÆLI); Ben Silverman, 15. nóvember 1987 (34 ára); Joakim Lagergren, 15. nóvember 1991 (30 ára STÓRAFMÆLI); Sóley Kristmundsdóttir, 15. nóvember 1990 (31 árs); Félag einstæðra foreldra (52 ára) ….. og …..
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024