Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2012 | 16:15

Evróputúrinn: Tiger og Robert Rock efstir í Abu Dhabi eftir 3. dag.

Loksins…. gaman að skrifa stöðufrétt þar sem Tiger er í efsta sæti.  Tiger og Robert Rock deila efsta sætinu á -11 undir pari, samtals 205 höggum; Tiger (70 69 66) og Rock (69 70 66) eftir 3. dag Abu Dhabi HSBC Golf Championship.

Rory McIlroy,  22 ára, myndi deila efsta sætinu með hinum tveimur hefði hann ekki fengið 2 högga víti fyrir að snerta sandinn við 9. flöt í gær á 2. hring, en hann er nákvæmlega 2 höggum á eftir, í 3. sæti ásamt 3 öðrum kylfingum: Svíanum Peter Hanson, Ítalanum Fracesco Molinari og Skotanum Paul Lawrie.

Tiger grínaðist eftir hringinn í dag að það væri „frábært að vera laus við hann“ eftir að hafa spilað við Rory í 3 daga í röð og líka 9 holu æfingahring.

Svo sagði hann: „Ég var bara stöðugur. Ég gerði ekki mikið rangt. Ég gerði ekki mikið rétt.“

„Sex fuglar hlóðust upp, ég var bara aðferðafræðilega að sjá um bissnessinn og að berjast.“

„Þessi völlur er nógu erfiður. Það er hægt að fá fugla, en allt getur mjög fljótt farið úrskeiðis líka. Ég verð enn að standa mig vel (á morgun).“

Það verður virkilega spennandi að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari á morgun í Abu Dhabi.

Til þess sjá stöðuna á Abu Dhabi HSBC Golf Championship smellið HÉR: