Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2012 | 18:30

Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus? (7. grein af 12)

Árin 1974-1977

1974

Nicklaus mistókst að vinna risamót 1974 en það að sigra á fyrsta Tournament Players Championship og vera einn af 13 fyrstum til að hljóta inngöngu í frægðarhöll kylfinga bar smyrsl á sárin. Jack Nicklaus sagði að heiðurinn sem sér væri sýndur með „tilnefningunni“ væri „góður minjagripur“ eftir „keppnistímabil vonbrigða.“ Jafnvel þó hann ynni ekkert risamót á árinu 1974 þá var Nicklaus samt 4 sinnum meðal 10 efstu í 4 mótum og í 3 af þessum mótum var hann meðal 4 efstu og varð í 2. sæti á peningalistanum á eftir Johnny Miller.  Þó þetta væri síður en svo stjörnuár þá sigraði Jack tvisvar og varð 13 sinnum meðal topp 10 í þeim 20 mótum, sem hann tók þátt í.

1975

Nicklaus byrjaði árið 1975 vel: hann sigraði á Doral-Eastern Open, á Sea Pines Heritage Classic og á Masters, þ.e. þessi 3 mót í röð.  Sigurinn á Masters var 5 sigurinn (á þessu risamóti allra risamóta), en hann sló sitt eigið met 11 árum síðar. Jack setti niður 40 feta (12 metra) pútt á 16. holunni  á lokahringnum og tryggði þar með sigur sinn gegn  Tom Weiskopf og Johnny Miller á æsilegum lokahring. Hann vann líka PGA Championship í ágúst í  Firestone Country Club og átti 2 högg á Bruce Crampton, en þetta var 4. sigur hans í mótinu. Þó að Jack Nicklaus hafi sigrað á Masters og PGA Championship þá tapaði Jack í umspili um 1. sætið á Opna bandaríska og í umspili um 1. sætið á Opna breska með 1 höggi.  Frammistaða hans árið 1975 var þá nægjanlega glæsileg til þess að hann var útnefndur kylfingur ársins á PGA Tour, 4 sinnið og jafnaði þar með þann fjölda sem Ben Hogan var útnefndur. Eins var hann útnefndur „Wide World of Sports íþróttamaður ársins af ABC sjónvarpsstöðinni. Jack Nicklaus vann líka í 4. skiptið Australian Open á þessu ári. Á árinu 1975 sigraði Jack á 6 mótum, var 12 sinnum meðal efstu 5 og 16 sinnum meðal topp-10 í þeim 18 mótum sem hann spilaði í.

1976

Jack Nicklaus varð aftur í 1. sæti peningalista PGA Tour 1976 þrátt fyrir að taka aðeins þátt í 16 mótum og þrátt fyrir að sigra aðeins tvö mót: Tournament Players Championship og World Series of Golf – hvorugt þeirra risamót – og spilaði það sem hann nefndi á ensku: „hang-back-and-hope golf“ (ísl.: að hanga á  þessu og vona golf) Á Tournament Players Championship mótinu árið 1976 setti Jack nýtt met en samtalsskor hans var -19 undir pari, samtals 269 högg, en það met stóð þar til Greg Norman sló það og var á -24 undir pari, samtals 264 höggum, árið 1994.  Jack hlaut líka titilinn kylfingur ársins í 5. sinn. Á árunum 1972-1976 var eina skiptið sem hann hlaut ekki kylfingur ársins-titilinn, 1974.  Á árinu 1976 var Jack samtals búinn að ná 105 að komast í gegnum niðurskurði í röð frá árinu 1970. Aðeins Byron Nelson komst oftar í gegnum niðurskurði í röð eða alls 113 skipti.

1977

Á árinu 1977 vann Jack Nicklaus heldur engan risatitil en tókst að verða 4 sinnum meðal topp-10 og tvisvar sinnum í 2. sæti og 1 sinni í 3. sæti en þriðja sætið hlaut hann þegar hann var höggi frá því að komast í umspil á PGA Championship risamótinu – en umspilið það ár fór fram á milli  Lanny Wadkins og Gene Littler. Þrátt fyrir frábæran lokahring upp á 66 á Masters þá lenti hann í 2. sæti á eftir  Tom Watson. En hitt skiptið sem hann var í 2. sæti var á Opna breska á Turnberry,þar sem Watson sigraði. Sú viðureign komast á forsíðu allra helstu blaða eins. Í einvíginu milli Nicklaus og Watson sem hlaut nafnið „Duel of the Sun“, var Jack á skori upp á 65–66 á lokahringjunum, enWatson, hafði betur var á  65–65. Þetta var mótið þar sem samtalsskormetið upp á 270 á risamóti var slegið í fyrsta sinn og sá sem var í 3. sæti Hubert Green var á skori upp á 279 höggum.

Nicklaus sagði síðar:„Það er þeir í golfinu sem myndu halda því fram að lokahringirnir á Opna breska 1977 væru bestu hringir í golfi sem nokkurn tímann hefðu verið spilaði. Þar sem ég var ekki til staðar fyrstu 500 ár golfsins eða svo þá er ég auðvitað ekki hæfur til að meta það. Það sem er öruggt er, hvernig sem á það er litið, að þetta var ein mest spennandi keppni maður-á-mann á ferli mínum.“

Á árinu 1977 vann Nicklaus í 63. skipti á PGA Tour og velti Ben Hogan úr öðru sætinu en aðeins Sam Snead hafði sigrað í fleiri mótum á PGA. Þetta ár (1977) varð Nicklaus líka fyrsti kylfingurinn til þess að hljóta meira en  $3 milljónir í verðlaunafé á PGA Tour.  Á þessu ári vann Nicklaus líka sitt eigið mót, Memorial Tournamet, þar sem hann lýst sigrinum sem einum þeim mest  tilfinningaríkasta á öllum ferlinum og ákvað næstum að draga sig í hlé úr keppnisgolfi.

Heimild: Wikipedia