Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2022 | 01:00

PGA: Clark heldur naumri forystu e. 2. dag … með ofurkylfinga á hælunum

Wyndham Clark er enn efstur á RBC Canadian Open eftir 2. keppnisdag.

Hann er samtals búinn að spila á 7 undir pari, 133 höggum (63 70).

Nú eru hvorki fleiri né færri en 5 kylfinga fast á hælum hans og munurinn milli þeirra aðeins 1 högg.

Af þessum fimm sem deila 2. sætinu eru tveir „ofurkylfingar“ þ.e. Rory McIlroy og Matthew Fitzpatrick. Hinir eru minna þekktir en þeir eru bandarísku kylfingarnir Alex Smalley, Keith Mitchell og Jim Knous.

Sjá á stöðuna á RBC Canadian Open að öðru leyti með því að SMELLA HÉR:

Í aðalmyndaglugga: Wyndham Clark