LPGA: Brooke Henderson sigraði á Shoprite Classic
Kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson vann í gær 11. titil sinn á LPGA, þ.e. á Shoprite Classic.
Shoprite Classic mótið fór fram í Galloway, New Jersey, 10.-12. júní 2022.
Eftir að búið var að spila keppnishringina 3 var Brooke efst og jöfn bandaríska kylfingnum Lindsey Weaver-Wright; báðar búnar að spila á samtals 12 undir pari.
Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar hafði Brooke Henderson betur og það með stæl. Par-5 18. holan var spiluð og þar hlaut Brooke örn en Lindsey tapaði á parinu. Í verðlaunafé fékk Brooke $262,500 (sem er minna en veitt er fyrir 14. sætið á móti í nýju arabísk bökkuðu ofurgolfdeildinni, LIV).
Brooke sagði að þessi sigur hefði verið sérstakur fyrir sig því foreldrar hennar hefðu verið meðal áhorfenda og systir hennar á pokanum.
Í 3. sæti varð Jodi Ewart Shadoff á 11 undir pari og síðan deildu Lydia Ko og svissneski kylfingurinn Albane Valenzuela 4. sætinu á samtals 10 undir pari, hvor.
Sjá má lokastöðuna á Shoprite Classic með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024