Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2022 | 15:20

LPGA: Brooke Henderson sigraði á Shoprite Classic

Kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson vann í gær 11. titil sinn á LPGA, þ.e. á Shoprite Classic.

Shoprite Classic mótið fór fram í Galloway, New Jersey, 10.-12. júní 2022.

Eftir að búið var að spila keppnishringina 3 var Brooke efst og jöfn bandaríska kylfingnum Lindsey Weaver-Wright; báðar búnar að spila á samtals 12 undir pari.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar hafði Brooke Henderson betur og það með stæl. Par-5 18. holan var spiluð og þar hlaut Brooke örn en Lindsey tapaði á parinu.   Í verðlaunafé fékk Brooke $262,500 (sem er minna en veitt er fyrir 14. sætið á móti í nýju arabísk bökkuðu ofurgolfdeildinni, LIV).

Brooke sagði að þessi sigur hefði verið sérstakur fyrir sig því foreldrar hennar hefðu verið meðal áhorfenda og systir hennar á pokanum.

Í 3. sæti varð Jodi Ewart Shadoff á 11 undir pari og síðan deildu Lydia Ko og svissneski kylfingurinn Albane Valenzuela 4. sætinu á samtals 10 undir pari, hvor.

Sjá má lokastöðuna á Shoprite Classic með því að SMELLA HÉR: