Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2022 | 22:00

Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International

Það er kínverski kylfingurinn Li Haotong, sem leiðir fyrir lokahring BMW International, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Haotong er búinn að spila á samtals 20 undir pari, 196 höggum (62 67 67).

Í 2. sæti, 3 höggum á eftir er belgíski kylfingurinn Thomas Pieters á samtals 17 undir pari (69 64 66).

Englendingurinn Jordan Smith er síðan í 3. sæti, enn 1 höggi á eftir á samtals 16 undir pari (67 66 67)

Til þess að sjá stöðuna á BMW International SMELLIÐ HÉR: