Hver er kylfingurinn: Robert Rock?
Ef þið hafið ekki nú þegar verið aðdáendur Robert Rock né vitað hver þessi viðkunnanlegi enski kylfingur er þá vitið þið það í síðasta lagi í gær… þ.e.a.s. ef þið fylgist eitthvað með golfi.
Robert Rock sigraði nefnilega í gær á Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Hér er ætlunin að beina kastljósinu aðeins að sigurvegara gærdagsins í Abu Dhabi.
Robert Rock fæddist 6. apríl 1977 í Armitage, nálægt Lichfield í Staffordshire á Englandi. Hann ólst upp og hlaut menntun sína í Rugeley. Hann komst á Evróputúrinn 2003 og hefir spilað á honum síðan.
Rock blómstraði 2009 þegar hann varð þrívegis í 2. sæti þ.á.m. á Opna írska, þar sem hann var T-1 ásamt írska áhugamanninum Shane Lowry, en tapaði síðan fyrir honum í 3 holu umspili. Hann lauk 2009 með því að vera meðal topp-30 á Race to Dubai (peningalista Evrópumótaraðarinnar).
Besti árangur Rock í risamóti er T-7 árangur 2010 á Opna breska.
Fyrsta sigurinn á Evróputúrnum vann Rock á BMW Opna ítalska í Torinó í júní í fyrra (2011). Hann átti 1 högg á Gary Boyd og Thorbjörn Olesen, þó Olesen hafi átt lokarhring upp á 62 högg.
Rock spilaði vikuna þar á eftir í 1 sinn á Opna bandaríska. Vegna vesens á að hljóta vegabréfsáritun til Bandaríkjanna þá kom hann fyrst þangað kl. 3:30 um morguninn á keppnisdaginn, minna en 12 tímum áður en hringur hans átti að byrja. Þrátt fyrir það náði hann að spila undir pari á 70 höggum fyrsta hringinn og lauk mótinu T-23, á samtals -3 undir pari.
Eins og sagði hér í upphafi sigraði Rock á Abu Dhabi HSBC Golf Championship og átti 1 högg á Rory McIlroy. Hann hóf lokahringinn -11 undir pari og deildi 1. sætinu með Tiger Woods, en tókst að hafa betur en margfaldur risamótatitilhafinn (Tiger) og sigraði með -2 undir pari, hring upp á 70 högg.
Svona á persónulegu nótunum þá mætti geta þess að Rock er 1,78 m á hæð; hann er kvæntur Lyndu og á með henni soninn David, sem fæddist 2008. Loks hefir Rock skrifað golfgreinar á vefsíðuna worldgolf.com.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024