Bjarki Pétursson, GB. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2022 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Bjarki lauk keppni á samtals +1 á Le Vaudreuil Golf Challenge

Bjarki Pétursson, GB, og GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Andri Þór Björnsson tóku þátt í Le Vaudreuil Golf Challenge, sem var mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið fór fram dagana 7.-10. júlí 2022 í Golf PGA France du Vaudreuil, Le Vaudreuil, Frakklandi.

Guðmundur Ágúst og Andri Þór komust ekki í gegnum niðurskurð.

Bjarki lék á samtals 1 yfir pari, 289 höggum (73 70 72 74) og varð í 54. sæti.

Englendingurinn Nathan Kimsie sigraði eftir 4 holu bráðabana við Frakkann Robin Sciot-Siegrist, en á 4. holu bráðabanans fékk Kimsie fugl en Sciot-Siegrist tapaði á parinu. Báðir voru þeir á samtals 14 undir pari eftir hefðbundinn 72 holu leik.

Sjá má lokastöðuna á Le Vaudreuil Golf Challenge með því að SMELLA HÉR: