Viðtalið: Ágúst Húbertsson, fv. framkvæmdastjóri GK.
Hér fyrr í dag birti Golf 1 grein um að Hvaleyrin, golfvöllur Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði væri kominn í hóp 100 bestu golfvalla Evrópu. Þennan árangur er að þakka þrotlausu og óeigingjarnu starfi margra klúbbfélaga Keilis, þ.á.m. Ágústi Húbertssyni, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra Keilis í yfir 25 ár. Sonur hans, Ólafur, hefir nú tekið við af föður sínum og verður viðtal við Ólaf birt hér síðar í vikunni. Í kvöld er það Ágúst, sem situr fyrir svörum. Hér fer viðtalið:
Fullt nafn: Ágúst Húbertsson.
Klúbbur: GK.
Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist 30. mars 1943 , á Norðurbraut 23 í Hafnfirði. Já ég er einn af fáum ekta Hafnfirðingum.
Hvar ertu alinn upp? Ég er alinn upp á Norðurbrautinni.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og er einhver í fjölskyldunni í golfi? Ég er fráskilinn 4 barna faðir og flestöll börnin, Birna, Húbert og Óli spila golf. Aðeins Guðbjörg hefir ekki haft neinn tendens í íþróttina. En þess utan á ég 7 barnabörn á aldrinum 3-24 ára og 1 langafabarn. Fjögur af barnabörnunum eru í golfi.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég byrjaði í golfi 1976.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Ég slysaðist út á Hvaleyrina að leita að vinum mínum, Sverri Stefáns og Steingrím Guðjónssyni og fór að prófa hjá þeim. Stuttu síðar var þetta dottið inn hjá mér. Sverrir og ég spilum sjaldan saman í dag.
Hvað starfar þú? Ég var framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis frá svona 1987. Annars er ég lærður húsgagnasmiður og rak trésmiðaverkstæði þar áður.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Mér finnst linksarnir skemmtilegri, sennilega af því að maður er vanari þeim. En mér finnst líka gaman að glíma við skógarvelli.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Holukeppni vegna þess að ég spila það meira dags daglega. Annars geri ég ekki upp á milli leikforma.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Hvaleyrin.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Mig myndi langa til að spila Carnoustie.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Geysisvöllur.
Hvað ertu með í forgjöf? 12,6.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? Lægsta skorið mitt er undir 80 – ætli það sé ekki 79 (á Hvaleyrinni).
Hvert er lengsta drævið þitt? Ég hef ekki hugmynd um það.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Að hafa farið holu í höggi 1 sinni – á 16. holu á Hvaleyrinni – í bænda-glímu fyrir margt löngu, 2001.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Ég er oft með banana og ansi oft með kók.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Ég spilaði handbolta og fótbolta með Haukum.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Mér finnst allur matur góður, sérstaklega eitthvað sem tengist lambinu, ég er ekkert sérlega hrifinn af nautum, já ég myndi setja lambið í 1. sæti; uppáhaldsdrykkur er lítill Carlsberg; uppáhaldshljómsveitin er gömlu góðu Bítlarnir; af kvikmyndum er James Bond í mestu uppáhaldi og ég er voða lítill bókamaður, það væri þá helst Harðskafi eftir Arnald Indriðason.
Hver er uppáhaldskylfingur nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kk: Jack Nicklaus Kvk: Tinna Jóhannsdóttir, GK.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Það er ýmislegt í pokanum hjá mér. Ég er nýbúinn að fá mér nýjan Titleist dræver, ég er með PING pútter, 7 og 5-tré frá PING og 3-tré frá Cobra, Cleveland SW og 60° Uppáhaldskylfan er PING- 5 tréð mitt.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, ég hef kíkt á þá, en þeir hafa ekki grætt mikið á mér. Ég var aðallega hjá Þorvaldi Ásgeirssyni, en Þorvaldur var sá eini, sem var að kenna hjá Keili á árunum 1976-1980.
Ertu hjátrúarfullur? Nei, ég er alveg laus við það.
Hversu stór hluti golfsins hjá þér telur þú að sé andlegur hjá þér í prósentum talið? Nú veit ég ekki. Þetta er ekki svo kerfisskipt að þessu sé skipt í andlegt og líkamlegt hjá mér. Ætli þetta fari ekki bara saman og sé svona fifty fifty.
Hvert er meginmarkmiðið í golfinu og í lífinu? Í golfinu er það að hækka ekki í forgjöf , láta þetta fara niður á við. Og í lífinu er það að búa við og halda góðri heilsu.
Hvað finnst þér best við golfið? Það er félagsskapurinn, útiveran og þessi holla hreyfing.
Hefir þú eitthvert gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Já, að kylfingar gangi um völlinn eins og þeir vilja koma á hann og njóti þess að vera í golfi.
Ef þú mættir velja 3 kylfinga myndir þú vilja spila með, hverjir væru það – lífs eða liðnir? Það eru Balli Jóh, Bjartur og Óli H.
Að lokum getur þú komið með skemmtilega sögu af Hvaleyrinni? (Innskot: Ágúst kann margar ef ekki allar af Hvaleyrinni og verður hér reifuð ein gömul og góð sem birtst hefir í öðru viðtali við Ágúst hér á Golf1. Ágúst: „Eitt sinn fékk ég golfkúlu í hausinn. Ég var að spila 15. brautina (á Hvaleyrinni) og Guðmundur Hjörleifsson var að fara að slá af 1. braut (núverandi 13. braut). Hann kenghúkkar boltann í sömu mund og ég er að slá og ég fæ boltann í hausinn og… varnaði þar með að boltinn færi út í sjó… en ég steinlá! Hann kom með miklum látum og menn vildu keyra með börur til mín á brautina, en formaður vallarnefndar bannaði að keyrt yrði á vellinum og varð að bera mig af vellinum. Svona hefir nú verið passað upp á Hvaleyrina í gegnum tíðina!“
Spurning frá síðasta kylfing, sem var í viðtali hjá Golf 1 (Magnúsi Gauti Gíslasyni, GÍ): Telur þú að þú gætir sigrað Tiger í dag?
Svar: Nei.
Geturðu komið með spurningu fyrir næsta kylfing, sem Golf 1 tekur viðtal við?
Spurning Ágústs Húbertssonar, GK, fyrir næsta kylfing: Hversu oft hefir þú fengið örn?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024