Hvaleyrin er uppáhaldsgolfvölllur Ellerts. Hér frá 9. flöt. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2012 | 09:45

GK: Hvaleyrin meðal 100 bestu golfvalla Evrópu

Á www.top100golfcourses.co.uk vefsíðunni er Hvaleyrin í Hafnarfirði talin meðal 100 bestu golfvalla Evrópu. Evrópa er þó skilgreind þannig að vellir á Bretlandi, Írlandi og Skotlandi falla utan Evrópu og Ísland telst til meginlands Evrópu, sem er ekki „kosher“ heldur.

Tveir bestu vellir meginlands Evrópu er taldir vera í Frakklandi þ.e. Morfontaine og Les Bordes og  PGA Catalunya á Spáni er talinn vera betri en Valderrama, sem lendir í 4. sæti, en Valderrama hefir ár eftir ár verið valinn besti völlur Evrópu (og að mati Golf 1 eru t.a.m. flatir þar mun betri, heldur en a.m.k. á  PGA Catalunya, fyrir utan að allt umhverfi er fallegra, þjónustan betri, klúbbhúsið glæsilegra… en þetta er þó allt undirorpið huglægu mati hvers og eins).

En aðalatriðið er að íslenskur golfvöllur þykir þess verður að vera meðal topp-100 vallanna í Evrópu og Hvaleyrin er svo sannarlega vel að þeim heiðri komin.

Cédric Etienne Hannedouche gerði úttekt á vellinum 25. júlí 2007 og var umsögn hans um Hvaleyrina eftirfarandi:

„Ég spilaði í dag í sólskini… já, annar regnlaus dagur hér í þessum undraverða júlímánuði 2007. Íslandsmótið í höggleik fer fram á vellinum í sumar, reyndar hefst það á morgun. Þannig að völlurinn er í meistaramóts ástandi. Yndislegar hraðar flatir og vel hirtar brautir. Meðan á hring okkar stóð sveimuðu þyrlur yfir til þess að taka yfirlitsmyndir fyrir sjónvarp. Meðan að Royal County Down og Royal Aberdeen eru oft taldir með bestu fyrri 9, þá er þessi völlur (Hvaleyrin) með sérstökustu fyrri 9 sem ég hef spilað!!! Karginn samanstendur ekki af grasi, heldur hrauni… þannig að misheppnuð högg skoppa oft (eitthvað annað en ætlað var)… Seinni 9 (skipt er um helminga í meistaramótinu þ.e. fyrri 9 spilaðir sem seinni 9) eru ekki eins sérstakir, en engu að síður eru nokkrar frábærar holur, sérstaklega 10., 11., 15., 16. og 18. (Innskot: Fannst manninum 17. ekki sérstök?) Sextánda brautin er par-3, 160 metra og maður sér hinn fagra Snæfellsjökul. Nýlegar breytingar hafa bætt gæði vallarins, t.a.m. ný æfingaaðstaða og svo eru fleiri breytingar á döfinni. Tólfta, þrettánda og fjórtándu brautirnar munu verða færðar og algjörlega endurgerðar. Þær eru veikasti hluti vallarins og nýju fyrirhuguðu framkvæmdirnar lofa góðu!! Þetta er svo sannarlega yndislegur völlur, kannski sá besti á landinu… Venjulega er umhverfið talið mikilvægur hluti vallarins. Verksmiðjurnar í bænum Carnoustie (á Skotlandi) mynda t.a.m. ekki fagurt útsýni á St. George eða Dundonald völlunum. Ekki láta álverksmiðjuna fara í pirrurnar á ykkur! Hún ljær staðnum sérstakt „touch“ að mínu mati.“

Svo spilaði Cédric völlinn aftur 2010 og einkunnagjöf hans þá var ekkert síðri:

„Það eru komin 3 ár frá síðasta mati mínu. Nýjum bakteigum hefir verið bætt við og þetta er klárlega að meðaltali besti golfvöllur landsins síðustu ár, bæði hvað snertir hönnun og gæði flata. Svo ekki sé minnst á hina sérstöku fyrri 9.“…

Þ.a.l. hlýtur Hvaleyrin sæti meðal 100 bestu golfvalla Evrópu.

Sjá má mat ofangreindrar vefsíðu á 100 bestu golfvöllum „meginlands Evrópu“ með því að smella hér: Top 100 Courses of Continental Europe 2012