Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2022 | 10:00

LET: Guðrún Brá komst ekki g. niðurskurð á Skaftö Open – Linn Grant sigraði!

Skaftö Open fór fram dagana 26.-28. ágúst sl., en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst: LET).

Mótsstaður var Skaftö golfklúbburinn, í bænum Fiskebäckskil í Svíþjóð.

Meðal þátttakenda var Guðrún Brá Björgvinsdóttir, en hún komst því miður ekki gegnum niðurskurð að þessu sinni, sem var miðaður við samtals 3 yfir pari eða betra, eftir tvo spilaða hringi.

Guðrún Brá lék á samtals 5 yfir pari (71 72).

Sigurvegari mótsins var heimakonan Linn Grant, en hún lék á samtals 10 undir pari, 197 höggum (67 62 68).

Grant átti 1 högg á löndu sína Lisu Pettersson, sem varð í 2. sæti á samtals 9 undir pari.

Þriðja sætinu deildu síðan enn tvær heimakonur Maja Stark og Jessica Karlson, auk þeirra Becky Morgan frá Wales, Alice Hewes frá Englandi og Elín Nummenpaa frá Finnlandi; allar á samtals 8 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Skaftö Open með því að SMELLA HÉR: