Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2022 | 17:00

Unglingamótaröðin 2022: Arnar Daði stigameistari í fl. 13-14 ára stráka

Fjórir kylfingar úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar enduðu í fjórum efstu sætunum á stigalista unglingamótaraðar GSÍ 2022 í flokki 13-14 ára pilta.

Arnar Daði Svavarsson, GKG, er stigameistari 2022 í þessum aldursflokki. Arnar Daði sigraði á þremur mótum af alls fimm á tímabilinu og þar á meðal fagnaði hann Íslandsmeistaratitlinum í höggleik. Hann varð einu sinni í þriðja sæti og jafn í fimmta sæti á Íslandsmótinu í holukeppni.

Gunnar Þór Heimisson, GKG, sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni í þessum aldursflokki, hann varð annar á tveimur mótum og þar á meðal Íslandsmótinu í höggleik.

Snorri Hjaltason, GKG, varð þriðji en hann sigraði á einu móti á tímabilinu og varð annar á einu. Snorri var ávallt á meðal fimm efstu á mótum tímabilsins.

Sjá má stigalistann í heild með því að SMELLA HÉR: