Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2022 | 22:00

LPGA: Gaby Lopez sigraði á Dana Open

Það var Gaby Lopez frá Mexíkó, sem sigraði á Dana Open presented by Marathon mótinu, sem var mót vikunnar á LPGA, dagana 1.-4. september sl.

Mótsstaður var s.s. hefðbundið er í Sylvanía, Ohio.

Sigurskor Lopez var 18 undir pari, 266 högg (67 – 70 – 66 – 63).

Í 2. sæti varð hin bandaríska Meghan Khang og í 3. sæti Caroline Masson frá Þýskalandi.

Sjá má lokastöðuna á Dana Open með því að SMELLA HÉR: