Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2012 | 09:00

Hús Phil Mickelson til sölu

Phil Mickelson hefir sett glæsihýsi sitt í Suður-Kaliforíu á söluskrá og er húsið til sölu á $7 milljónir (þ.e. 868 milljónir íslenskra króna).  Er talið að hann sé að huga að framtíðinni vegna þess að hann komst ekki í gegnum niðurskurð á Farmers Insurance Open.

„Þetta er einfaldlega eitt af flottustu húsunum sem maður finnur… hvar sem er,“ sagði Susan Bartow, sem er fasteignasali Mickelson-fjölskyldunnar. „Efnið sem var notað til byggingar þess og allt handbragð er óviðjafnanlegt.“

Eignin, sem er 2895 fermetra að stærð, með 5 baðherbergjum og byggt í ítölskum stíl (Toskana) er á 4,88 hektara landareign og selst ásamt tveimur gestavillum, sem eru á eigninni. Eignin er vel ræktuð með glæsilegum garði, sundlaug og stórri púttflöt.