Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2022 | 18:00

Evróputúrinn: Migliozzi sigraði á Cazoo Open de France

Það var ítalski kylfingurinn Guido Migliozzi, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum: Cazoo Open de France.

Mótið fór fram dagana 22.-25. september 2022 í Le Golf National, Saint-Quentin-en-Yvelines, Frakklandi.

Sigurskor Migliozzi var 16 undir pari, 268 högg (69 71 66 62).

Í 2. sæti varð Daninn Rasmus Höjgaard, einu höggi á eftir, á samtals 15 undir pari. Þeir félagarnir Migliozzi og Höjgaard höfðu nokkurt forskot á aðra kylfinga  því þeir sem deildu 3. sætinu: George Coetzee, Thomas Pieters og heimamaðurinn Paul Barjon, léku á samtals 11 undir pari, hver.

Sjá má lokastöðuna á Cazoo Open de France með því að SMELLA HÉR: