Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2022 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2023 (3/50): Vincent Norman

Hér verður fram haldið að kynna stuttlega einn þeirra 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af 25 efstu sætum á Korn Ferry Tour eftir reglulega keppnistímabilið 2022.

Númer þrjú sem kynntur verður er Vincent Norman, sem varð í 23. sæti.

Vincent Oliver Norman er sænskur atvinnukylfingur, fæddist í Stokkhólmi, á Aðfangadag 1997 og er því 24 ára.

Hann var mikið í hokkí áður en hann byrjaði í golfi 15 ára.

Norman er 1,85 m á hæð.

Hann var í bandaríska háskólagolfinu lék með skólaliðum bæði Florida State University og Georgia Southwestern State University.

Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2021.

Uppáhaldsgolfminning Normann er að fara holu í höggi á BMW International Open í München, Þýskalandi, árið 2021, sem var fyrsta mótið sem hann spilaði í sem atvinnumaður.

Sem stendur er Norman nr. 319 á heimslistanum.

Kærasta Norman er Frida Kinhult, sem er fyrrum nr. 1 á heimslista áhugamanna og komst á LPGA eftir að hafa spilað í 2. deildinni 2020 keppnistímabilið.