Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2022 | 20:00

LET: Lexi sigraði í einstaklingskeppninni í Aramco Team Series New York og lið Gustavson liðakeppnina!

Mót vikunnar á LET að þessu sinni var Aramco Team Series; en í því er keppt bæði í einstaklings- og liðakeppni.

Í einstaklingskeppninni er hefðbundinn 3 hringja höggleikur og í liðakeppninni er keppt í 4 manna liðum.

Úrslitin urðu þau að í einstaklingskeppninni sigraði Lexi Thompson. Sigurskor Lexi var 11 undir pari, 205 högg (71 65 69). Sjá má lokastöðuna í einstaklingskeppninni með því að SMELLA HÉR:

Í liðakeppninni sigraði lið Jóhönnu Gustavsson. Sjá má lokastöðuna í liðakeppninni með því að SMELLA HÉR: 

Mótsstaður var Trump Golf Links at Ferry Point í New York og var keppt dagane 13-14. október sl. í liðakeppninni og 13.-15. október sl. í einstaklingskeppninni.