Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2022 | 20:00

Chiara Noja og Team Nicole Garcia sigruðu í Aramco Team Series Jeddah

Aramco Team Series – hluti af Evrópumótaröð kvenna hélt áfram í Jeddah, dagana 10.-11. nóvember 2022.

Mótsstaður var Royal Greens Golf & Country Club í Jeddah, Sameinuðu arabísu furstadæmunum.

Sigurvegari í einstaklingskeppninni varð hin þýska Chiara Noja.  Hún er fædd 16 .mars 2006 í Berlín, Þýsklandi og því aðeins 16 ára. Þess mætti geta að Noja á sama afmælisdag og Haraldur okkar Franklín Magnús. Hún gerðist atvinnumaður í golfi, í fyrra, 2021. Þetta er fyrsti titill, sem Noja vinnur á LET og hún er aðeins 16 ára 241 dags gömul þegar hún vinnur titilinn – Glæsileg!!! Sigur hinna ungu Noja vannst eftir bráðabana við Solheim Cup kylfinginn enska Charley Hull, en báðar voru á samtals 13 undir pari, eftir 3 hefðbundna keppnishringi.

Sjá má úrslitin í einstaklingskeppninni með því að SMELLA HÉR :

Samhliða venjulegum einstaklingskeppnum fer líka fram liðakeppni og það var sveit Nicole Garcia, sem sigraði hana. Sveitina skipuðu Nicole Garcia og Casandra Alexander frá S-Afríku, auk hinnar tékknesku Teresa Melecka og áhugamannsins Sonia Bayahya frá Marokkó.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, var ekki meðal keppenda, hvorki í einstaklings- né liðakeppninni.

Sjá má úrslitin í liðakeppninni með því að SMELLA HÉR: