Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2022 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2023 (11/50): Erik Barnes

Hér verður fram haldið að kynna stuttlega einn þeirra 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af 25 efstu sætum á Korn Ferry Tour eftir reglulega keppnistímabilið 2022.

Sá sem varð í 15. sæti verður kynntur í dag, en það er Erik Barnes.

Erik Barnes fæddist 22. nóvember 1987 í Kalamazoo, Michigan og er því nýorðinn 35 ára. Barnes ólst upp í Marion, Indiana.  Hann er 1,78 m á hæð og 79 kg. Hann var í Marion High School (menntaskóla) og síðan spilaði hann með golfliði Austin Peay State University í bandaríska háskólagolfinu, en háskólinn er staðsettur í Clarksville, Tennessee.  Barnes hlaut heiðurstilnefninguna Ohio Valley Athletic Conferencen nýliði ársins 2007 og var valinn kylfingur ársins 2009. Eftir útskrift úr háskóla 2011 gerðist Barnes atvinnumaður í golfi.   Á atvinnumannsferli sínum hefir Barnes m.a. spilað á  minni mótaröðunum (NGA Hooters Tour, PGA Tour Canada og PGA Tour Latinoamérica) á árunum 2011 – 2014, og vann m.a. í Avoca Classic at Scotch Hall Preserve og náði 5 sinnum að verða meðal 10 efstu á mótaröðunum. Barnes sigraði 2020 á Jamaica Classic mótinu.

Í dag býr Barnes í Sarasota, Flórída.