Íslandsmótið í golfi 2023 fer fram á Urriðavelli dagana 10.-13. ágúst. Þetta verður í annað sinn sem Golfklúbburinn Oddur er gestgjafi mótsins en árið 2006 fór Íslandsmótið fram í fyrsta sinn á Urriðavelli.
Þar fögnuðu þau Helena Árnadóttir, GA, og Sigmundur Einar Másson, GKG, Íslandsmeistaratitlunum.
Á formannafundi GSÍ sem fram fór þann 12. nóvember s.l. tóku forsvarsmenn GO við Íslandsmótsfánanum.
Forsvarsmenn Golfklúbbs Vestmannaeyja höfðu ekki tök á því að afhenda fánann samkvæmt hefðinni – og tóku þau Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, og Viktor Elvar Viktorsson, formaður mótanefndar GSÍ, það verkefni að sér. Kári Sölmundarson, formaður GO, og Þorvaldur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GO, tóku við Íslandsmótsfánanum.
Eins og áður segir verður Íslandsmótið í golfi 2023 á Urriðavelli dagana 10.-13. ágúst 2023.
Í aðalmyndaglugga: Frá vinstri: Hulda Bjarnadóttir forseti GSÍ, Viktor Elvar Viktorsson mótastjórai GSÍ, Kári Sölmundarson formaður GO og Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri GO. Mynd/seth@golf.is