Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2023 | 23:59

LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn

Sigurvegarar síðasta árs á LPGA mótaröðinni keppa nú á móti sem heitir Hilton Grand Vacations Tournament of Champions.

Mótið fer fram dagana 19.-22. janúar 2023 í Lake Nona G&CC í Orlandó, Flórída.

Fyrir lokahringinn er það kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson, sem er í forystu, en hún hefir spilað á samtals 14 undir pari (67 66 69) og hefir 3 högga forystu á þær sem næstar koma, en það eru Nelly Korda og Nasa Hataoka, sem báðar hafa spilað á samtals 11 undir pari, hvor.

Brooke Henderson er fædd 10. september 1997 og verður því 26 ára á árinu. Hún á sama afmælisdag og Arnold Palmer! Á ferli sínum hefir hún sigrað 19 sinnum þar af 12 sinnum á LPGA og tvívegis á risamótum. Kannski hún standi uppi sem sigurvegari? Spennandi sunnudagur framundan!!!

Sjá má hápunkta 3. hrings hjá Brooke Henderson á Hilton Grand Vacationsa TOC með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má stöðuna á Hilton Grand Vacations TOC með því að SMELLA HÉR: