Phil Mickelson
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2012 | 09:00

Phil Mickelson fer í meiðyrðamál við internetfyrirtæki

Phil Mickelson ætlar sér að fletta ofan af internet notanda sem hefir viðhaft meiðyrði gagnvart honum í skjóli nafnleyndar sbr. grein á vefsíðunni Court House New Service. Þar kom m.a. eftirfarandi fram:

Phil höfðaði mál gegn Internetfyrirtæki og krefst þess að nafnleynd verði lyft af manneskju sem ritaði það sem kylfingurinn (Phil Mickelson) kalla rætnar yfirlýsingar um sig og eiginkonu sína.

Phil höfðaði mál gegn Videotron S.E.N.C. í Hæstarétti Quebec (ens.: Quebec Superior Court) þar sem hann krefst þess að fá að vita rétt nafn höfundar „þó nokkurra meiðandi yfirlýsinga sem hann eða fleiri einstaklingar á Internetinu hafa birt sérstaklega á vefsíðunni Yahoo! undir dulnöfnunum ‘Fogroller’ og ‘Longitude’.

„Í yfirlýsingunum segir m.a. að stefnandi (Phil Mickelson) eigi barn utan hjónabands, að eiginkona hans (Amy) hafi átt í ástarsamböndum og aðrar svipaðar rætnar yfirlýsingar sem eru helber uppspuni og einfaldlega rætnar,“ segir m.a. í kærunni.

Skv. Courthouse News, sagði Mickelson að hann hefði fengið nafn Internetfyrirtækisins frá Yahoo!

Í kæru Mickelsons kemur m.a. fram að Hæstiréttur San Diego hafi veitt sér heimild til að stefna Yahoo! til þess að fá upplýsingarnar um „Fogroller“ og“Longitude,“ og Yahoo! svaraði með því að benda á heimilisfang Fogroller á netinu, sem er skráð hjá Videotron.

Lögmaður Videotron sagði að Mickelson þyrfti dómsúrskurð til þess að hann fái upplýsingarnar sem hann fer fram á. Mickelson hyggst fá dómsúrskurðinn.

Heimild: Golf.com