Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2023 | 18:00

LET: Aditi Ashok sigraði á Magical Kenya Ladies Open – Guðrún Brá komst ekki g. niðurskurð

Magical Kenya Ladies Open var fyrsta mótið á dagskrá Evrópumótaraðar kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst.: LET).

Mótið fór fram dagana 2.-5. febrúar 2023 í Vipingo Ridge í Kenya.

Sigurvegari mótsins var hin indverska Aditi Ashok, en sigurskor hennar var 12 undir pari, 280 högg (67 70 69 74).

Hún átti heil 9 högg á þær sem næstar komu, þær April Angurasaranee frá Thailandi og Alice Hewson frá Englandi, sem báðar spiluðu á 3 undir pari, 289 höggum.

Fyrir sigurinn hlaut Aditi €300.000,-

Aditii Ashok er fædd 29. mars 1998 í Bangalore, Kamataka á Indlandi og er því 24 ára. Þetta er 4. sigur hennar á LET og 6 atvinnumannssigur hennar. Aditi var á LPGA á sama tíma og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, var meðal keppenda á þessu fyrsta móti LET 2023, en hún náði því miður ekki niðurskurði. Guðrún Brá lék fyrstu tvo hringina á samtals 18 yfir pari (84 80) en til að ná niðurskurði þurfti að spila á samtals 9 yfir pari eða betur.

Sjá má lokastöðuna á Magical Kenya Ladies Open með því að SMELLA HÉR: