Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus? (10. grein af 12)
Ferill Jack Nicklaus á Champions Tour
Jack varð hæfur til að spila á Senior PGA Tour, sem við þekkjum nú sem Champions Tour, þegar hann varð 50 ára í janúar 1990, en við þau tímamót lýsti hann yfir eftirfarandi: „Ég er aldrei ánægður. Vandinn er, að ég vil spila eins og ég – og ég get ekki spilað eins og ég lengur.“ Hann sigraði síðan mjög fljótlega eða í 1. móti sem hann tók þátt í á Senior Tour, The Tradition, sem er risamót á Senior Tour. Nicklaus átti eftir að sigra 3 önnur Traditions mót—og síðustu tvö í röð.
Seinna þetta ár (1990) sigraði Nicklaus Senior Players Championship og átti 6 högg á Lee Trevino, en það var 2. sigur hans á árinu og 2. risamótið sem hann vann á metskori -27 undir pari, samtals 261 höggi.
Á næsta ári, 1991, vann Jack 3 af 5 mótum sem hann tók þátt í, en þessi mót voru U.S. Senior Open í Oakland Hills en þar spilaði hann m.a. á 65 höggum í umspili gegn Chi Chi Rodriguez; síðan sigraði hann á PGA Seniors Championship og The Tradition annað árið í röð. Þessi tvö fyrrnefndu eru líka risamót á Champions Tour.
Nicklaus hefir unnið öll risamót á Champions Tour að undanskildu Senior British Open. Hvað sem því leið, þá spilaði hann aldrei á Senior British Open fyrr en eftir að hann varð 60; þar sem mótið varð ekki að risamóti fyrr en árið 2003.
Eftir sigurleysi, árið 1992, náði Jack Nicklaus sér aftur úr lægðinni og sigraði á U.S. Senior Open, í annað sinn, árið 1993, átti 1 högg á Tom Weiskopf. Þetta sama ár var hann líka í liði með Chi Chi Rodriguez og Raymond Floyd og saman unnu þeir Wendy’s Three Tour Challenge.
Árið 1994 sigraði hann í útfærslu öldungamótaraðarinnar á Mercedes Championship, en það var eini sigur hans það ár.
Hann vann The Tradition árið 1995 og var meðal 10 efstu í öllum 7 mótum sem hann tók þátt í. Hundraðasti sigurinn næsta ár (1996) kom þegar hann vann the Tradition 4. skiptið og 2. sinnið í röð. Hann fékk m.a. albatross á lokahringnum. Jack spilaði síðustu 36 holurnar á -7 undir pari, 65 höggum, tvo daga í röð og var samtals á -16 undir pari, á samtals 272 höggum og átti 3 högg á Hale Irwin. Þetta var síðasti sigur hans á Champions Tour og síðasti opinberi sigur ferils hans.
Lokin á frábærum keppnisferli Jack Nicklaus
Síðasta skiptið sem Jack tók þátt á U.S. Open, þá fór mótið fram á Pebble Beach Golf Links árið 2000, þar sem hann var á 73–82 to miss og komst ekki í gegnum niðurskurð. Seinna á árinu, var hann í liði með Tiger Woods og Vijay Singh í síðasta PGA Championship, sem hann tók þátt í, aðeins nokkrum dögum áður en móðir hans dó, en þar munaði aðeins 1 höggi að hann kæmist í gegnum niðurskurð. Í báðum mótum, sýndi Nicklaus síðustu leifar hetjuskapar með því að komast á flöt par-5 18. brautanna í 2 höggum bæði á US Open og á PGA Championship, þar sem hann setti wedge-högg sitt næstum niður fyrir erni á par-5 18. brautinni.
Nicklaus spilaði án mikils undirbúnings á Masters árið 2005, mánuði eftir að barnabarn hans Jake (barn sonar hans Steve) 17 mánaða drukknaði 1. mars 2005. Hann og Steve spiluðu golf sem meðferð við sorginni sem var óhjákvæmilegur fylgifiskur missisins. Eftir að hafa varið mörgum dögum í golfi saman þá var það Steve sem stakk upp á því við föður sinn að hann spilaði á Masters. Þetta varð í síðasta sinn sem Jack Nicklaus tók þátt í Masters. Seinna árið 2005, lauk Nicklaus atvinnumannsferli sínum á Opna breska á St. Andrews, 15. júlí 2005.
Nicklaus varð 65 í janúar það ár, en þetta var síðasta árið sem hann gat tekið þátt í Opna breska á undanþágu. Hann spilaði með Luke Donald og Tom Watson á lokahring sínum. Eftir að hafa slegið teighögg sitt á 18. teig á 2. hringnum hlaut Nicklaus 10 mínútna lófatak frá áhorfendum. Stuttu síðar lauk Nicklaus ferli sínum með viðeigandi fugli, setti niður 15 feta fuglapútt á 18. flöt. Nicklaus komst ekki í gegn 36 holu niðurskurðinn, spilaði á +3 yfir pari (147).
Síðasta mót sem Jack Nicklaus tók þátt í, í Bandaríkjunum var Bayer Advantage Classic í Overland Park, Kansas, á Champions tour, 13. júní 2005.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024