Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2024 | 08:05

Helgi Páls með ás!

Í gærmorgun, 10. júlí 2024, gerði  Helgi Páls, GM, sér lítið fyrir og fékk ás á 4. braut Hlíðavallar í Mosfellsbæ!

Fjórða braut á Hlíðavelli er par 3 og 75 metra. Höggið góða sló Helgi með 8 járni.

Boltinn lenti rétt inn á flöt og hvarf svo sjónum.

Það er smá hryggur fremst á flötinni þannig að Helgi sá boltann ekki rúlla ofan í, en vissi að höggið var gott.

Það var því skemmtilegt að labba inn á flöt, sjá engan bolta og kíkja í holuna þar sem boltinn beið hans 🙂

Golf 1 óskar Helga innilega til hamingju með draumahöggið!!!