Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2024 | 16:20

Evrópumót landsliða: Karlalið Íslands tryggði sér sæti í 1. deild!

Evrópumót karlalandsliða fer fram í Krakow Valley Golf & Country Club, í Póllandi.

Krakow Valley G&CC  er 160 hektara golfvöllur hannaður af Kaliforníumanninum Ronald Fream, sem hóf feril sinn 1966 í teymi  golfvallahönnuðagoðsagnarinnar Robert Trent Jones. Völlurinn er par-72 og, 6.518 m af öftustu teigum.

Karlalandslið Íslands er svo skipað:

Aron Emil Gunnarsson, GOS
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG
Daníel Ísak Steinarsson, GK
Logi Sigurðsson, GS
Tómas Eiríksson Hjaltested, GR

Þjálfari: Þorsteinn Hallgrímsson
Sjúkraþjálfari: Bjarni Már Ólafsson

Tíu þjóðir hófu leik í 2. deild: Belgía, Króatía, Tékkland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Litháen, Pólland, Slóvakía og Slóvenía.

Fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur – þar sem að Ísland endaði í 4. sæti.

Ísland sigraði lið Ungverja 3-2 í fyrstu umferð og Belgíu 4.5,-2,5 í undanúrslitum.

Þar með er karlalandslið Íslands búið að tryggja sér sæti meðal þeirra bestu; í 1. deild á næsta ári.

Glæsilegt og vel gert!!!! Við getum öll verið stolt af „strákunum okkar!!!“

Sjá má stöðuna hjá karlalandsliðunum á EM með því að SMELLA HÉR: 

Úrslitin úr leikjum  Íslands gegn Belgíu og Ungverjum má sjá hér fyrir neðan.

Heimild: GSÍ