Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2024 | 08:00

Ás á Spáni í 86 ára afmælisferð!

Í mars sl. fór Svanberg Kristinsson, GA, í ferð til Spánar til að fagna 86 ára afmæli sínu.

Í ferðinni með honum voru 5 synir hans: Halldór, Þórður, Gunnar, Kristinn H. og Sigurjón M..

Plantino golfvöllurinn í Alicante var m.a. spilaður og á par-3 186 m löngu 7. brautinni fór Svanberg holu í höggi!!!

Þetta er í fyrsta skipti sem Svanberg nær draumahögginu og fagnaði hann að vonum mikið.

Golf 1 óskar Svanberg innilega til hamingju með ásinn og inngönguna í Einherjaklúbbinn!!!

Heimild og mynd; skapti@akureyrinet.is