Klúbbhúsið við Hólmsvöll í Leiru. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2024 | 17:00

Íslandsmótið 2024: Úrslit úr undankeppni

Undankeppni fyrir Íslandsmótið í golfi 2024 fór fram á Hólmsvelli í Leiru í dag mánudaginn 15. júlí 2024.

Þar var keppt um tvö sæti í karlaflokki – og tvö sæti í kvennaflokki.

Kara Líf Antonsdóttir, GA og Erla Marý Sigurpálsdóttir, GM, komust áfram í kvennaflokki. Jóhannes Sturluson, GR og Kári Kristvinsson, GL, komust áfram í karlaflokki. Kári lék bráðbana gegn Mána Frey Vigfússyni, GK, en þeir voru jafnir á 72 höggum. Þeir léku 18. holuna tvívegis og fékk Kári fugl þegar þeir léku holuna í annað sinn en Máni Freyr fékk par.

Smelltu hér fyrir úrslitin:

Þetta er í annað sinn sem slík undankeppni fer fram – en gríðarlegur áhugi var hjá kylfingum að taka þátt á Íslandsmótinu í golfi 2024.

Í undankeppninin var keppt í höggleik í flokki karla og kvenna án forgjafar, leiknar verða 18 holur.

Alls voru 35 keppendur sem tóku þátt í undankeppni fyrir Íslandsmótið í golfi 2024.

Konurnar voru alls 8 og komast tvær efstu inn á keppendalistann á Íslandsmótinu í golfi sem hefst fimmtudaginn 18. júlí á Hólmsvelli í Leiru. Alls verða 57 konur á keppendalistanum.

Í karlaflokki voru alls 27 leikmenn sem kepptu um 2 laus sæti á keppendalistanum í karlaflokki. Og verða alls 96 keppendur í karlaflokki.

Samtals verða 153 keppendur á Íslandsmótinu í golfi 2024, 96 karlar og 57 konur.

Þetta er í annað sinn sem slík undankeppni fer fram en alls voru 201 sem skráðu sig í Íslandsmótið. Þetta er annað árið í röð þar sem að skráningar í Íslandsmótið fara yfir 200.

Keppendur í kvennaflokki í undankeppninni fyrir Íslandsmótið í golfi 2024:

Nafn Klúbbur Forgjöf
Gabríella Neema Stefánsdóttir Golfklúbbur Mosfellsbæjar 4.8
Íris Lorange Káradóttir Golfklúbburinn Oddur 5.1
Elva María Jónsdóttir Golfklúbburinn Keilir 5.5
Kara Líf Antonsdóttir Golfklúbbur Akureyrar 6.3
Hekla Ingunn Daðadóttir Golfklúbbur Mosfellsbæjar 6.3
Tinna Alexía Harðardóttir Golfklúbburinn Keilir 7.2
Erla Marý Sigurpálsdóttir Golfklúbbur Mosfellsbæjar 8.2
Erla Rún Kaaber Golfklúbbur Selfoss 8.5

Keppendur í karlaflokki í undankeppninni fyrir Íslandsmótið í golfi 2024:

Nafn Klúbbur Forgjöf
Máni Páll Eiríksson Golfklúbbur Selfoss 0.7
Hafsteinn Thor Guðmundsson Golfklúbburinn Hamar Dalvík 1.1
Björn Breki Halldórsson Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 1.1
Hjalti Jóhannsson Golfklúbburinn Keilir 1.1
Arnór Már Atlason Golfklúbbur Reykjavíkur 1.2
Guðmundur Freyr Sigurðsson Golfklúbbur Suðurnesja 1.6
Jóhannes Sturluson Golfklúbbur Reykjavíkur 1.6
Halldór Viðar Gunnarsson Golfklúbbur Reykjavíkur 1.7
Kári Kristvinsson Golfklúbburinn Leynir 1.8
Þorsteinn Brimar Þorsteinsson Golfklúbbur Reykjavíkur 1.8
Jón Eysteinsson Golfklúbbur Reykjavíkur 1.9
Máni Freyr Vigfússon Golfklúbburinn Keilir 2.1
Kristján Karl Guðjónsson Golfklúbbur Mosfellsbæjar 2.3
Haraldur Björnsson Nesklúbburinn 2.4
Óli Björn Bjarkason Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 2.5
Eggert Kristján Kristmundsson Golfklúbbur Reykjavíkur 2.5
Kristian Óskar Sveinbjörnsson Golfklúbbur Mosfellsbæjar 2.5
Halldór Ásgrímur Ingólfsson Golfklúbburinn Keilir 2.6
Halldór Jóhannsson Golfklúbburinn Keilir 2.6
Orri Snær Jónsson Nesklúbburinn 2.6
Guðlaugur Þór Þórðarson Golfklúbburinn Leynir 2.7
Víkingur Óli Eyjólfsson Golfklúbburinn Keilir 3
Albert Garðar Þráinsson Golfklúbbur Borgarness 3.3
Oddgeir Jóhannsson Golfklúbburinn Keilir 3.6
Nói Claxton Golfklúbburinn Leynir 4
Benjamín Snær Valgarðsson Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 4.2
Heimild: GSÍ