Evróputúrinn: Bob MacIntyre sigraði á Opna skoska
Það var heimamaðurinn Robert (Bob) MacIntyre, sem sigraði á Genesis Opna skoska.
Að loknum sigrinum sagði Bob að þetta væri mótið sem sig hefði alltaf langað til þess að sigra á allt frá því að hann var smá polli.
Sigurskor Bob var 18 undir pari 262 högg (67 65 63 67).
Í 2. sæti varð síðan Adam Scott, 1 höggi á eftir, á samtals 17 undir pari og í 3. sæti varð Romain Langasque á samtals 15 undir pari.
Svíinn Ludvig Åberg, sem búinn var að vera í forystu allt mótið hélt ekki haus, átti afleitan lokahring upp á 73 högg og lauk keppni á samtals 14 undir pari og deildi 4. sæti með 5 öðrum stórkylfingum: Rory McIroy, Sungjae Im, Collin Morikawa, Sahith Theegala og Aaron Rai.
Bob MacItyre er fæddur í Oban, Skotlandi 3. ágúst 1996 og því 27 ára. Pabbi hans Dougie er golfvallarstarfsmaður á golfvellií Oban, Glencruitten Golf Club og hefir oft verið á pokanum hjá Bob, m.a. þegar hann sigraði á Opna kanadíska. Bob er 1.8 m á hæð og spilaði m.a. í bandaríska háskólagolfinu með McNeese State University, í Louisiana. Þetta er 5. atvinnumannssigur hans; en sigrar hans eru eftirfarandi:
8. nóvember 2020 Aphrodite Hills Cyprus Showdown á Evróputúrnum
18. sept 2022 DS Autmobiles Italian Open á Evróputúrnum
2. júní 2024 RBC Canadian Open PGA Tour
14. júlí 2024 Genesis Scottish Open (gildir bæði sem sigur á PGA Tour og Evróputúrnum)
Bob MacItyre gerðist atvinnumaður 2017. Helstu sigrar hans sem áhugamanns í golfi eru eftirfarandi:
2011 SGU Junior Tour Event 2
2013 Scottish Youths Stroke Play, Scottish Boys Open Stroke Play
2014 Sir Henry Cooper Junior Masters
2015 Sam Hall Intercollegiate, Scottish Amateur, Wyoming Cowboy Classic (jafn öðrum)
2016 Scottish Champion of Champions
Sjá má lokastöðuna á Genesis Opna skoska með því að SMELLA HÉR:
Sjá má myndskeið af blaðamannafundi með Bob eftir sigurinn með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024