Evian risamótið 2024: Furue sigraði!
Það var japanska stúlkan Ayaka Furue, (jap.: 古江 彩佳,) sem sigraði á Evían risamótinu, sem fram fór dagana 11.-14. júlí í Evían, Frakklandi.
Sigurskor Furue var 19 undir pari, 265 högg (65 – 65 – 70 – 65).
Fyrir sigurinn hlaut Furue $ 1,2 milljónir (170,4 milljónir íslenskra króna)
Í 2. sæti, 1 höggi á eftir (á samtals 18 undir pari) varð Stephanie Kyriacou frá Ástralíu og í 3. sæti Patty Tavatanakit frá Thaílandi á samtals 17 undir pari.
Sjá má lokastöðuna á Evian risamótinu með því að SMELLA HÉR:
Ayaka Furue er fædd 27. maí 2000 í Kobe, Hyogo, í Japan og því 24 ára. Hún spilar bæði á LPGA í Japan og Bandaríkjunum og á nú í beltinu 10 sigra, en sigurinn á Evían er einmitt 10. atvinnumannssigur hennar. Fyrir á Furue 8 sigra á japanska LPGA og 1 sigur á LPGA þ.e. á Opna skoska kvengolfmótinu 31. júlí 2022. Furue gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 5 árum, 2019.
Furue byrjaði að spila golf 3 ára og var pabbi hennar þjálfari hennar. Helstu sigrar sem áhugamaður eru eftirfarandi:
2012 Kansai Elementary School Golf Championship
2014 Kansai Junior High School Golf Championship
2015 Kansai Junior High School Golf Championship, National Junior High School Golf Championship
2016 Kansai High School Golf Championship
2018 Kansai Women’s Amateur Championship
Besti árangur Furue á risamótum fram að þessum sigri var 4. sætið á Evían árið 2021. Sem stendur er Furue í 21. sæti Rolex-heimslita kvenkylfinga.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024