Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2024 | 23:41

Íslandsmótið 2024: Böðvar Bragi og Ragnhildur efst í hálfleik

Nýkrýndur klúbbmeistari GR, Böðvar Bragi Pálsson hefir naumt forskot á þá Sigurð Arnar Garðarson og Aron Snæ Júlíusson,

Böðvar Bragi hefir spilað á samtals 10 undir pari, 132 höggum (68 64) og á 1 högg á þá sem næstir koma.

Skor hans í dag á 2. keppnisdegi Íslandsmótsins, 64 högg, er jafnframt nýtt vallarmet í Leirunni. Glæsilegur!!!

Hjá konunum leiðir Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, setti nýtt vallarmet af kvennateigum þegar hún spilaði á 67 glæsihöggum í dag.

Samtals hefir Ragnhildur spilað á 1 undir pari, 141 höggi (74 67).

Huldar Clara Gestsdóttir, GKG og Eva Kristinsdóttir koma næstar 2 höggum á eftir Ragnhildi á samtals 1 yfir pari, hvor Hulda Clara (72 71) og Eva (69 74).

Sjá má stöðuna á Íslandsmótinu eftir 2. keppnisdag með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Forystumenn 2. keppnisdags á Íslandsmótinu í höggleik 2024 Ragnhildur Kristinsdóttir og Böðvar Bragi Pálsson, þegar þau tvö urðu klúbbmeistarar GR árið 2020.